Fréttir - Knattspyrna

Frí á æfingum hjá yngri flokkum á morgun 25.apríl

Knattspyrna | 24.04.2024

Á morgun fimmtudag 25. apríl er sumardagurinn fyrsti.  

Frí verður á æfingum hjá yngri flokkum knattspyrnudeildar á morgun, sumardaginn fyrsta.

 

Gleðilegt sumar og ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Knattspyrnuskóli Vestra fyrir öll börn fædd 2014-2017 í júlí

Knattspyrna | 23.04.2024

Knattspyrnudeild Vestra býður upp á knattspyrnunámskeið fyrir öll börn fædd 2014-2017 á gervigrasvellinum á Torfnesi í júlí.

Um er að ræða tvö námskeið og er fyrra námskeiðið dagana 01.-05. júlí og seinna námskeiðið 08.-12. júlí.

Dagskrá námskeiðana er þannig að börnin æfa kl. 09.00-10.15 og svo 10.45-12.00 mánudaga - föstudaga.

Á milli æfinga er nestispása en börnin koma með eigið nesti.

Frá kl. 08.00-09.00 verður boðið upp á pössun fyrir þau börn sem það þurfa.

Skráning er hafin og fer fram í Sportabler

ÁFRAM VESTRI!

 

Nánar

Ungmenni frá Vestra á ungmennaþingi KSÍ sem fram fór á sunnudag.

Knattspyrna | 23.04.2024

Annað ungmennaþing KSÍ fór fram á sunnudag í höfuðstöðvum KSÍ. Þingið var fyrir ungmenni fædd 2004-2011 og mættu um 70 ungmenni af öllu landinu.

Ungmennaráð KSÍ sá um undirbúning þingsins sem var hið glæsilegasta. Þrjú aðalumræðuefni þingsins voru andleg heilsa, jafnrétti og retention/hvernig höldum við ungmennum lengur í fótbolta?

Góðar umræður mynduðust og verður unnið úr niðurstöðum umræðuhópanna og þær gefnar út innan skamms. Auk þess að ræða málefni sem brenna á ungmennum í íslenskum fótbolta var farið í skoðunarferð um höfuðstöðvar KSÍ. Þær Sif Atladóttir og Salvör Nordal, umboðsmaður barna, ávörpuðu þingið og Vanda Sigurgeirsdóttir sá um fundarstjórn. Einn af hápunktunum fyrir marga var þegar landsliðsfólkið Telma Ívarsdóttir, Birkir Már Sævarsson og Hannes Þór Halldórsson mættu á svæðið og töluðu við krakkana.

Fjögur ungmenni frá Vestra voru skráð á þingið.  Það voru þau Albert Ingi Jóhannsson, Birgitta Rut Garðarsdóttur, Embla Karítas Kristjánsdóttir(sem komst því miður ekki hvar flugi var aflýst á lau) og Óskar Ingimar Ómarsson.

Markmið ungmennaráðs KSÍ og ungmennaþingsins er að efla knattspyrnu ungmenna á Íslandi.

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

MORGUNAKADEMÍA VESTRA FER AF STAÐ 30. APRÍL!

Knattspyrna | 22.04.2024

Morgunakademía knattspyrnudeildar Vestra fer af stað 30. apríl!

Um er að ræða aukaæfingar fyrir alla metnaðarfulla leikmenn í 3.-5. flokki.

Leikmenn í 3. flokki æfa á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 06.15-07.15. Leikmenn í 4.-5. flokki æfa á miðvikudögum og föstudögum kl. 06.15-07.15. 

Morgunæfingarnar fyrir 3. flokk hefjast 30. apríl og enda 16.maí.  Morgunæfingarnar fyrir 4.-5. flokk hefjast 01. maí og lýkur 17. maí.

Morgunmatur verður eftir hverja einustu æfingu en þess ber að geta að æfingar sem lenda á svokölluðum rauðum dögum sbr 01.& 09. maí fara fram kl. 10.00-11.00.

Skráning er hafin og fer fram í Sportabler Sportabler

Hlökkum til að sjá ykkur og við tökum vel á ykkur - ÁFRAM VESTRI

Nánar

6 og 7. flokkar drengja á TM mótinu í Garðabæ um sl helgi

Knattspyrna | 22.04.2024
1 af 3

Drengir í 6.-7. flokki hjá Vestra tóku þátt í TM móti Stjörnunnar í Garðabæ um sl helgi.

Drengirnir í 7. flokki spiluðu á laugardaginn og drengirnir í 6. flokki í gær, sunnudag.

Á þriðja þúsund drengir tóku samtals þátt í mótinu og má segja að TM mót Stjörnunnar sé fyrsta stórmót sumarsins fyrir yngstu iðkendurna. En mótið er haldið ár hvert fyrir iðkendur í 6.-8. flokki.

Næsta sunnudag þ.e. 28. apríl spilar 6.flokkur stúlkna á mótinu og fara Vestra stúlkurnar suður með tvö lið.

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Staðfest leikjadagskrá yngri flokka

Knattspyrna | 19.04.2024

Mótanefnd KSÍ hefur staðfest niðurröðun leikja sumarsins í yngri aldursflokkum.

3.-5. flokkur drengja og stúlkna taka þátt í Íslandsmóti yngri flokka og eru leikir þessara flokka allir komnir inn á vefinn fyrir utan leiki 3. flokks drengja hvar þeir hefja leik í svokallaðri lotu 2 sem liggur ekki fyrir fyrr en í maí.

Hér er hlekkur hvar er dagskrá allra leikja í Íslandsmótinu 2024.

 

ÁFRAM VESTRI!

Nánar

Tilboð á peysum hjá Jakosport

Knattspyrna | 18.04.2024

Nú stendur yfir tilboð á peysum hjá Jakosport.

Hægt er að versla á netinu og er vefslóðin hér og einnig í verslun Jakosport við Krókháls 5F í Reykjavík.  Tilboðin standa á meðan birgðir endast.

 

Nánar

Vestri leitar að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins

Knattspyrna | 15.04.2024

Vestri leitar að þjálfara fyrir yngri flokka félagsins.

Um er að ræða fullt starf.

Hæfniskröfur.

Hreint sakarvottorð.

Mikill áhugi á knattspyrnu og þjálfun.

Hæfni í mannlegum samskiptum.

Viðeigandi þjálfaramenntun.

 

Við umsóknum tekur Heiðar Birnir yfirþjálfari á netfangið heidarbirnir@vestri.is fyrir 20. apríl nk.

Nánar

Leikjaniðurröðun hjá yngri flokkum bráðum staðfest

Knattspyrna | 09.04.2024

Leikir í yngri flokkum í Íslandsmótinu 2024 verða staðfestir í lok næstu viku.

Í yngri flokkum Vestra taka 3.4.og 5. fl drengja og stúlkna þátt í Íslandsmótinu.

Á dögunum gaf KSÍ út drög að leikjaniðurröðun og fengu félögin tækifæri til að koma með sínar athugasemdir. Þegar verður búið að fara yfir þær af hálfu knattspyrnusambandsins verður staðfest lekjaniðurröðun gefin út.

ÁFRAM VESTRI

Nánar

Æfingar falla niður - Páskafrí hefst í dag.

Knattspyrna | 22.03.2024

Vegna ófærðar og snjóflóðahættu verða engar æfingar hjá knattspyrnudeild Vestra í dag.

Barna og unglingastarfið er því komið í páskafrí og hefjum við æfingar að nýju 02. apríl nk.

Við hvetjum alla til að fara varlega í óveðrinu og vonum að allir eigi gleðilega páska.

 

ÁFRAM VESTRI!

 

Nánar