Fréttir - Knattspyrna

BÍ/Bolungarvík og Snerpa í samstarf

Knattspyrna | 28.06.2011

BÍ/Bolungarvík og tölvu-og netþjónustufyrirtækið Snerpa á Ísafirði hafa gert með sér samstarfssamning til næstu þriggja ára. Snerpa er þá kominn í hóp fjölmargra fyrirtækja sem ætla að taka slaginn með liðinu næstu árin. Í kjölfar samstarfsins var vefur félagsins tekinn í gegn og er útkoman vægast sagt stórglæsileg.

Snerpa ehf. rekur alhliða tölvu- og netþjónustu. Starfsmenn Snerpu hafa m.a. sérhæft sig í vefforritun og hugbúnaðargerð sem byggir á fjarvinnslu og Internetstöðlum. Stór þáttur í starfsemi félagsins er rekstur á alhliða Internetþjónustu og nær þjónustusvæði Snerpu yfir allt landið og í mörgum tilfellum víðar. Snerpa hefur yfir að ráða einu af stærri víðnetskerfum landsins og rekur m.a. hnútpunkta í öllum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum. Snerpa hefur jafnframt mjög öflugar tengingar við Internetið um útlandagáttir Símans og OgVodafone og skiptistöð fyrir innanlandsumferð í Tæknigarði í Reykjavík (RIX).

Nánar

Mörkin og viðtal úr bikarleiknum

Knattspyrna | 27.06.2011 Nánar

Mörkin úr Þróttarleiknum

Knattspyrna | 27.06.2011 Nánar

Djúpmenn og Þróttarar skiptu stigunum á milli sín

Knattspyrna | 27.06.2011 Jafntefli varð niðurstaðan í viðureign Þróttar og BÍ/Bolungarvíkur í 1. deildinni í dag. Skástrikið tefldi aftur fram fimm manna vörn eins og gegn Breiðabliki í bikarsigrinum fræga en BÍ/Bolungarvík og Þróttur mætast einmitt í 8-liða úrslitum bikarsins. Nánar

BÍ/Bolungarvík kláraði íslandsmeistarana

Knattspyrna | 25.06.2011 Gríðarleg stemmning hafði myndast á stór Ísafjarðar- og Bolungarvíkursvæðinu fyrir leiknum í kvöld enda ekki á hverjum degi sem Íslandsmeistaranir koma í heimsókn. Veðrið var eins og best verður á kosið og Áhorfendur gátu gætt sér á grillmat fyir og á meðan leik stóð. Tímabær stofnun á stuðningsmannakvöld fór fram fyrr um daginn og hlaut hann nafnið blár og marinn, í takt við baráttuna sem einkennir 1.deildina. Nánar

Flugfélag Íslands í samstarf við BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 19.06.2011 Nú á dögunum undirrituðu Flugfélag Íslands og BÍ/Bolungarvík með sér styrktarsamning sín á milli. Hittust forsvarsmenn félagana á flugvellinum á Ísafirði(IATA: IFJ, ICAO: BIIS).

Samúel Sigurjón Samúelsson, formaður BÍ/Bolungarvíkur, handsalaði styrktarsamninginn fyrir hönd liðsins. Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með að hafa fengið jafn öflugt fyrirtæki og Flugfélag Íslands með sér í lið. Nánar

Mörkin og færin úr HK-leiknum

Knattspyrna | 19.06.2011 Nánar

Smábæjarleikar og búningamál

Knattspyrna | 16.06.2011 Smábæjarleikarnir verða á Blönduósi dagana 18.-19.júní og verður BÍ með lið í 7.-4.flokki. Dagskrá leikana er hægt að skoða hér:
http://hvotfc.is/index.php?pid=193

Búið er að taka frá tjaldsvæði fyrir félagið, en einnig höfum við til umráða eina skólastofu fyrir keppendur og fararstjóra.

Þeir sem eiga eftir að borga þátttökugjald eru beðnir um að gera það hið fyrsta og leggja inn á:

Hægt er að leggja inn þátttökugjald Smábæjarleikana

 1128-26-22022

Kt.410897-2619

Senda staðfestingu á:

nonnipje@simnet.is

Yfirþjálfari eða formaður sér um að sækja öll gögn og armbönd, sem verður svo útdeilt á tjaldsvæði á föstudagkvöldi eða við upphaf móts á laugardegi.

Spilað verður í gömlu BÍ-búningum, haft var samband við umboðsaðila nýju búninganna í gær, og á fyrsta sending að berast rétt fyrir helgi eða eftir helgina.

Frekari spurningar:
Jón Hálfdán
nonnipje@simnet.is
862-4443

Nánar

Pistill: Baráttan í brekkunni

Knattspyrna | 16.06.2011 Ég var beðin fyrir þó nokkru síðan að taka mér lyklaborð í hönd og pikka vel valin orð á vefsíðu BÍ/Bolungarvíkur. Markmiðið var að koma með kvenlegt innsæi á síðuna, ég gaf þetta frá mér enda nýgotin ef svo má segja og sagðist koma með pistilinn þegar andinn kæmi. En hver er pikkarinn? Ég er Pálína Jóhannsdóttir, dóttir Jóa Torfa og Helgu. Ég hef leikið knattspyrnu með BÍ og þjálfað fyrir BÍ og Bolungarvík en stend nú í því verkefni að búa til framtíðarleikmenn fyrir okkur vestanmenn ásamt ektamanninum Jóni Steinari Guðmundssyni. Nánar

Sigur gegn HK

Knattspyrna | 16.06.2011 BÍ/Bolungarvík 2 - 1 HK
0-1 Hólmbert Friðjónsson (‘8)
1-1 Tomi Ameobi ('60)
2-1 Matthías Króknes Jóhannsson ('67)

Það verður seint sagt að veðrið hafi leikið við áhorfendur á Torfnesvelli í kvöld þegar BÍ/Bolungarvík og HK áttust við. Norðangarrinn var svo kaldur að fréttaritari greip til þeirra ráða að bregða sér í gamla góða föðurlandið í hálfleik. Nánar