Fréttir - Körfubolti

Góður sigur á Ármanni

Körfubolti | 20.01.2017
Nebojsa var stigahæstur í liði Vestra í kvöld með 22 stig.
Nebojsa var stigahæstur í liði Vestra í kvöld með 22 stig.

Í kvöld lögðu Vestramenn Ármenninga í 1. deild karla í körfubolta með 98 stigum gegn 81. Með þessum fjórða sigri í röð komst Vestri upp í sjötta sæti deildarinnar með jafnmörg stig og Hamar sem situr í fimmta sætinu vegna betri stöðu í innbyrðist leikjum.

Nánar

Hamraborgarmótið 2017

Körfubolti | 19.01.2017
Allir krakkar í 1.-6. bekk eru velkomnir á Hamraborgarmótið 2017.
Allir krakkar í 1.-6. bekk eru velkomnir á Hamraborgarmótið 2017.

Meistaraflokkur kkd. Vestra karla og Hamraborg sameina krafta sína í stórskemmtilegu minniboltamóti á Torfnesi á mánudaginn kemur, 23. janúar. Mótið hefur hlotið heitið Hamraborgarmótið 2017 og er vonandi komið til að vera í fjölbreyttri vetrardagsrká kkd. Vestra.

Nánar

Vestri mætir Ármanni

Körfubolti | 18.01.2017
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is
Ljósmynd: Ágúst G.Atlason www.gusti.is

Meistaraflokkur karla í körfubolta tekur á móti Ármenningum í fyrsta leik liðsins eftir jólahlé hér heima á Jakanum, Torfnesi. Leikurinn fer fram föstudaginn 20. janúar og hefst kl. 19:15

Nánar

Jóhann Jakob kominn heim

Körfubolti | 12.01.2017
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Jóhann Jakob.
Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd Vestra og Jóhann Jakob.

Miðherjinn Jóhann Jakob Friðriksson er genginn í raðir Vestra á nýjan leik og mun leika með liðinu út tímabilið. Jóhann Jakob er uppalinn innan raða KFÍ og hefur leikið með meistaraflokki liðsins undanfarin ár.

Nánar

Komnir í undanúrslit í bikarnum í körfu

Körfubolti | 09.01.2017
Sigursælir 9. flokksstrákar með Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara sínum. Ljósmynd: Guðjón Þorsteinsson.
Sigursælir 9. flokksstrákar með Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara sínum. Ljósmynd: Guðjón Þorsteinsson.

Vestri mun eiga fulltrúa í pottinum þegar dregið verður í undanúrslit bikarkeppni KKÍ en drengirnir í 9. flokki Kkd. Vestra tók á móti Breiðabliki í leik sem fram fór síðastliðinn laugardag og unnu öruggan sigur 82-39.

Nánar

Bikarhelgi hjá 9. flokki

Körfubolti | 06.01.2017
Strákarnir í 9. flokki ásamt Hallgrími Kjartanssyni farastjóra og íhlaupaþjálfara eftir góðan sigur fyrr í vetur.
Strákarnir í 9. flokki ásamt Hallgrími Kjartanssyni farastjóra og íhlaupaþjálfara eftir góðan sigur fyrr í vetur.
1 af 2

Á laugardaginn leika bæði 9. flokkur drengja og stúlkna í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í körfubolta. Strákarnir eiga heimaleik og taka á móti Breiðabliki á Jakanum kl. 16:00. Stelpurnar skreppa hinsvegar á Suðurlandið og mæta sameiginlegu liði Hamars og Hrunamanna í Hveragerði á sama tíma.

Nánar

Körfuboltaæfingar hefjast á ný eftir jólafrí

Körfubolti | 02.01.2017

Æfingar allra æfingahópa körfuknattleiksdeildar Vestra hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu á morgun, þriðjudaginn 3. janúar 2017, eftir jólafrí. Nokkrar æfingar voru í boði fyrir elstu iðkendurna og meistaraflokk milli jóla og nýárs en yngstu iðkendurnir fengu góða hvíld um hátíðirnar.

Stjórn og barna- og unglingaráð óska öllum iðkendum, þjálfurum, foreldrum og stuðningsfólki gleðilegs árs og hlakkar til samstarfsins á nýju körfuboltaári.

Nánar

Jólakarfa Vestra

Körfubolti | 22.12.2016

Hin árlega jólakarfa Vestra verður á sínum stað að venju á aðfangadag. Löng hefð er fyrir því að körfuboltakappar mæti á aðfangadagsmorgun á Torfnes og hiti þannig upp fyrir jólahátíðina.

Nánar

Þrír sigrar í röð! ÍA steinlá á Jakanum

Körfubolti | 17.12.2016
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans fara inn í jólafríið með þriggja leikja sigurgöngu.
Yngvi Gunnlaugsson og lærisveinar hans fara inn í jólafríið með þriggja leikja sigurgöngu.

Vestri og ÍA mættust á Jakanum í gærkvöldi í lokaleik liðanna í 1. deild karla í körfubolta fyrir jólafrí. Gestirnir stóðu í heimamönnum í fyrsta fjórðungi en snemma í öðrum fjórðungi stungu Vestramenn af enduðu á að rjúfa hundrað stiga múrinn, lokatölur 103-63.

Nánar

Síðasti leikur ársins Vestri – ÍA

Körfubolti | 15.12.2016
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!
Vestramenn hafa verið að spila vel undanfarið og sigrað tvo leiki í röð. Nú er komið að þeim þriðja!

Á morgun föstudag fer fram lokaleikur meistaraflokks Vestra í körfubolta á þessu ári. Mótherjinn í þessum leik er ÍA en liðin hafa mæst einu sinni á yfirstandandi tímabili og þá höfðu okkar menn sigur á útivelli. Leikir þessara liða hafa undanfarin ár verið mjög jafnir og spennandi og því veitir ekki af stuðningi hér á heimavelli. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Nánar