Fréttir

Fyrsti heimasigurinn í höfn!

Körfubolti | 03.12.2016
Hinrik Guðbjartsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði 34 stig.
Hinrik Guðbjartsson átti frábæran leik í kvöld og skoraði 34 stig.

Vestramenn sigldu fyrsta sigrinum á heimavelli í höfn í kvöld gegn FSu 84-79. Þessi sigur hafði mikla þýðingu fyrir liðið. Stigin tvö eru velkomin en ekki var síður ánægulegt að einmitt þessi leikur hafi sigrast þar sem allur ágóði af honum rennur Birkis Snæs Þórissonar og fjölskyldu hans. Það vakti sérstaka athygli þegar leikmenn Vestra og Yngvi þjálfari gengu út úr upphitun og borguðu sig inn á leikinn. Við erum því bæði stolt af sigrinum en ekki síður þessu frumkvæði leikmanna og þjálfara.

Í fyrsta sinn í nokkuð langan tíma var Vestri með því sem næst fullskipað lið því Nebojsa og Hinrik voru aftur með í dag eftir að hafa misst af einum leik auk þess sem fyrirliðinn Nökkvi Harðarson kom aftur inn í liðið eftir sex vikur frá æfingum og keppni eftir höfuðhögg sem hann hlaup í október.

Fyrstu mínúturnar var leikurinn jafn en fljótlega sigu Vestramenn framúr og héldu forystunni út leikinn. Mestur varð munurinn 16 stig í stöðunni 73-57 þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af leiknum. Það leit því út fyrir öruggan sigur Vestra en FSu hafði ekki játað sig sigraða og komust aftur inn í leikinn undir blálokinn og minnkuðu muninn í aðeins 3 stig þegar 6 sekúndur lifðu leiks. Tvo vítaskot Hinriks Guðbjartssonar tyggðu þó 5 stiga sigur á allra síðustu sekúndunum.

Hinrik átti frábæran leik og sýndi og sannaði að hann er meðal bestu bakvarða deildarinnar. Hann skoraði 34 stig og var með frábæra skotnýtingu þ.á m. 100% vítanýtingu. Yima skoraði 15 stig og tók 6 fráköst. Nebojsa skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Adam skoraði 11 og tók 7 fráköst. Magnús Breki skoraði 9 og tók 10 fráköst. Gunnlaugur og Björgvin skorðu sitthvor 2 stigin.

Hjá gestunum var Ari Gylfason atkvæðamestur með 24 stig en hann lék um skeið með KFÍ og þekkir því parketið á Jakanum vel. Nætur kom Terrence Motley með 23 stig og 14 fráköst en þetta er aðeins í annað sinn í vetur sem þessi kappi skorar undir 30 stigum (mest hefur hann skorað 50 stig) en í hitt skiptið mætti hann einnig okkar mönnum í Vestra. Aðrir voru með minna.  

Hér má nálgast tölfræði leiksins.

Sjá einnig viðtal Jakans-TV við Yngva Gunnlaugsson eftir leik:

Deila