Fréttir

Stór körfuboltahelgi

Körfubolti | 04.02.2017
Þessar hressu stelpur í 9. flokki spila á Íslandsmótinu um helgina í Bolungarvík.
Þessar hressu stelpur í 9. flokki spila á Íslandsmótinu um helgina í Bolungarvík.

Yfirstandandi helgi er ein sú annasamasta á tímabilinu hjá körfuknattleiksdeild Vestra. Alls eru fjórir flokkar að spila þessa helgi, hér heima, í Garðabæ, Selfossi og Þorlákshöfn.

Meistaraflokkur karla mætti Fjölni á föstudag og fer svo á Selfoss á sunnudag þar sem liðið mætir FSu. Um helgina fer svo fram fjölliðamót hjá 9. flokki stúlkna í Bolungarvík en stelpurnar spila í B-riðli Íslandsmótsins og mæta KR og Val í B-riðli Íslandsmótsins. Mótið hefst klukkan 15:00 á leik Vestra og KR. Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta í Bolungarvík og sjá þessar efnilegu körfuboltastelpur á vellinum.

Fleiri yngri flokkar Vestra láta til sín taka um helgina. Stór hópur stúlkna í minnibolta keppa á Íslandsmótinu í Ásgarði í Garðabæ en alls teflir Vestri fram þremur liðum á mótinu.

Strákarnir í 10. flokki mæta svo til leiks í Þorlákshöfn þar sem þeir leika í C-riðli Íslandsmótsins og mæta heimamönnum í Þór ásamt Snæfelli og Tindastóli.

Deila