Fréttir - Körfubolti

Meistaraflokkur kvenna KFÍ - Haukar b

Körfubolti | 22.10.2010
Sirrý á góðum degi í búning
Sirrý á góðum degi í búning
Þá er komið að þriðja leiknum hjá stelpunum en hann verður spilaður hérna heima í Torfnesi á laugardaginn kl 15. Stelpurnar hafa unnið tvo fyrstu leikina sína og stefna þær að þriðja sigrinum. Leikmenn hafa þó verið að týnast í meiðsli án þess að hafa fengið leyfi fyrir því. Sirrý tók upp á því að ökklabrotna og verður frá í einhvern tíma og munar um minna þar sem hún er einn af okkar reynsluboltum. Sunna er enn meidd frá því um síðustu helgi en verður tilbúin aftur í slaginn innan tíðar. Hinar stelpurnar eru allar klárar og ætla að leggja sig 120% fram og lofa skemmtilegum og spennandi leik með miklum og góðum stuðningi frá áhorfendum. Nánar

Stúlknaflokkur og Njarðvíkurferðin

Körfubolti | 22.10.2010
Stelpurnar stóðu sig ágætlega
Stelpurnar stóðu sig ágætlega
Stúlknaflokkur tók þátt í sínu fyrsta fjölliðamóti síðustu helgi. Árangurinn var viðunandi þar að segja tveir stigrar og tvö töp. Við vorum lengi í gang og því má segja að fyrri dagurinn hafi verið til þess að stilla saman strengi okkar og seinni dagurinn nýttur í að koma sér almennilega í gang.
Nánar

Minniboltinn og 9. flokkur á leið suður

Körfubolti | 21.10.2010
Strákarnir á Nettomótinu í vor
Strákarnir á Nettomótinu í vor
Minnibolti drengja er að fara á sitt fyrsta Íslandsmót um helgina. Keppt verður í Rimaskóla í Grafarvogi og eru upplýsingar um leikina að finna í atburðadagatalinu hér til hægri.

9. flokkur fer í Borgarnes og leikur þar 3 leiki.

Nóg að gera hjá KFÍ um helgina Nánar

Góð ferð á Vesturlandið hjá drengjaflokki

Körfubolti | 19.10.2010 Drengjaflokkur gerði góða ferð á Vesturlandið um helgina, sigrar unnust gegn Akranesi og Borgarnesi/Snæfelli. Nánar

Dregið í Powerade bikarnum í dag

Körfubolti | 19.10.2010
Dregið var í dag. Mynd kki.is
Dregið var í dag. Mynd kki.is
KFÍ mætir annað hvort Grindavík-b eða Tindastól-b í Powerade bikarkeppninni. Powerade er nýr styrktaraðili KKÍ og fögnum við því. En það verður sem sagt leikur hjá okkar mönnum gegn sigurvegara fyrrnefndra liða.  Áætlaðir leikdagar fyrir leikina í 32. umferð eru frá föstudeginum 5. nóvember til og með mánudeginum 8. nóvember. KFÍ fær heimaleik ef það mætir Tindastól-b en útileik ef það mætir Grindavík-b.

Annars eru upplýsingar um dráttinn hér á www.kki.is Nánar

KFÍ sigraði ÍR í rosalegum spennuleik

Körfubolti | 18.10.2010
ÍR voru hins vegar funheitir í sínum skotum  (Mynd: Helgi Kr.)
ÍR voru hins vegar funheitir í sínum skotum (Mynd: Helgi Kr.)
1 af 10
Það var ekkert sem benti til þess að KFÍ ætlaði að taka þátt í körfuboltaleik í kvöld. ÍR strákarnir komu stemmdir til leiks og flengdu strákana í KFÍ strákana strax frá byrjun og það fóru fyrir Hjalti Friðriksson, Nemaja Sovic og Kelly Bidler. Þeir fóru mjög létt í gegn um vörm KFÍ og einnig náðu þeir nokkrum góðum hraðaupphlaupum. Staðan eftir fyrsta fjórðung var 14-25 og áhorfendur jafnt sem liðsmönnum KFÍ var ekki skemmt. Strákarnir náðu aðeins að komast inn í leikinn sóknarlega, en varnarleikurinn var hriplekur. Við sóttum ágætlega á köflum og náðum að minnka forskot ÍR niður í 8 stig og staðan í hálfleik 37-45 og svipurinn á drengjunum var ekki fallegur. Nánar

Upphitun fyrir kvöldið

Körfubolti | 18.10.2010
Game on
Game on
Nú er "Gameday" og allir að gera sig klára fyrir leikinn gegn ÍR. Leikruinn hefst kl. 19.15 og hvetjum við fólk að koma snemma og koma sér í gírinn. Fryrir þá sem ekki komast og eru utan svæðið þá er sýnt beint frá leiknum og verður sérstakur "reitur" hér á síðunni eftir kl. 17.00 og getur fólk klikkað á hann, og hefst bein útsending kl. 19.05

Stjörnuryk
og MC Isaksen tóku sig til og gerðu lag fyrir okkur og var það frumflutt á síðasta leik. Það voru margir sem vildu heyra þetta betur og hér er lagið og setti snillingurinn Fjölnir Baldursson saman klippu úr leik okkar gegn Tindastól. Hér er afraksturinn 

Við þökkum þessum drengjum kærlega fyrir og sjáumst hressir á Jakanum í kvöld. Nú er bara að læra þetta snilldarlag og texta og taka undir í kvöld.

1,2,3, KFÍ Nánar

Hugh Barnett í KFÍ

Körfubolti | 17.10.2010
Hugh Barnett
Hugh Barnett
Fyrrum leikmaður Arkansas Pine Bluff Hugh Barnett er genginn til liðs við lið KFÍ. Eftir að ljóst varð að Edin þyrfti í aðgerð var niðurstaðan að fá miðherja í liðið enda sú staða ekki mönnuð hjá okkur. Fyrir valinu varð Hugh sem er Englendingur og var með Arkansas í fjögur ár. Hann er 206 cm á hæð og lítil 117 kg. Hann mun spila með liðinu gegn ÍR í kvöld mánudag 18. október og við bjóðum hann velkominn í fjölskylduna. Nánar

Edin kominn úr skurðaðgerð

Körfubolti | 16.10.2010
Edin mun snúa aftur. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Edin mun snúa aftur. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Miðvörðurinn sterki hjá KFÍ fór í aðgerð í vikunni til að láta laga liðþófa meiðsli og verður hann frá í 4-6 vikur. Hann mun ekki yfirgefa liðið þar sem KFÍ mun hjálpa honum að koma sér aftur í slaginn. Edin Sulic er vel liðinn hjá félaginu og bæjarbúum og hlakkar okkur til að fá hann aftur í búning.

Nánar

Leikbrot.is gera grín af þul KFÍ

Körfubolti | 15.10.2010
Stundum er lífið erfitt fyrir þulina
Stundum er lífið erfitt fyrir þulina
Það hlaut að koma að því. Leikbrot.is tók saman smá "histeríu" frá þul KFÍ-TV og hér er afraksturinn. Hvað væri gaman af lífinu ef ekki væri hægt að líta á húmorinn. Sjá hér

Við skorum á fólk að fylgjast með Leikbrot.is í vetur. Þeir eru að gera frábæra hluti fyrir körfuna á Íslandi Nánar