Fréttir

Hampiðjan með fimm stiga forystu á toppnum nú þegar tvær umferðir eru eftir

Getraunir | 15.12.2021

 

Hampiðjan og Team HG náðu 12 réttum um liðna helgi á meðan HG náði ekki nema 10 réttum.  Hampiðjan gefur því ekkert eftir á toppnum og halda 5 stiga forystu núna þegar tvær vikur eru eftir og búið er að taka tvær verstu vikurnar út.  HG að dragast aftur úr.   Lítið getur því komið í veg fyrir að Hampiðjan taki haustbikarinn 2021.

Villi Matt stendur sig enn best í einstaklingskeppninni, heldur fjögurra stiga forystu á næsta mann sem er  Sigrún Sigvalda .

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur keppenda   hér 

Stóri potturinn náði 11 réttum sem skiluðu  kr. 27.500 í vinning, náðum þannig inn fyrir tæplega helmingi af miðaverði, styttist í þann stóra.  Hampiðjumenn með hugmyndir að seðli fyrir næstu helgi, spurning hvort þeir fái ekki aðra tilraun í stóra pott.

Annars var árangur vestfirskra tippara óvenju góður, samtals voru vinningar til þátttakenda í Getraunaleik Vestra kr. 137.000 og stóri var með 27.500 eins og áður sagði, samtals vinningar því um kr. 165.000.  Dóri Eró stóð sig manna best, var með 12 rétta líkt og Frank Guðmunds og Hampiðjumenn en var með fleir raðir af 11 réttum sem skiluðu honum kr. 42.000 í vinningsfé, vel gert Halldór.

Næsti seðill snúinn venju samkvæmt, fimm leikir úr efstu deild, sjó úr þeirri næstu og einn úr C deildinni, seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Enski boltinn verður í beinni hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans hvað verður í boði.

Deila