Fréttir

Skúrinn sækir á

Getraunir | 06.03.2022

Skúrverjar virðast vera að ná vopnum sínum, ná 11 réttum núna og hoppa upp í 2. sætið nú þegar við erum búin að henda út einni viku.  Hampiðjan náði einnig 11 réttum sem skiluðu þeim um kr. 3.300 í vinning sem er langt frá því að duga fyrir kostnaði.  Hákon fékk minna.  Árangur vestfirskra tippara sem sagt almennt ekki góður.

Smá sviptingar fylgdu því að henda út verstu vikunni en jafnara getur þetta varla verið, fjögur lið með 82 stig og HG með 81 stig.  Hampiðjan á toppnum þar sem þeir náðu 13 réttum.  Æsispennandi.

Annars má sjá stöðuna í leiknum og árangur liða hér 

Húspotturinn náði 11 réttum sem skiaði um 3.000 í vinningsfé, getum ekki tekið stóra vinninginn í hverri viku, gengur betur næst

Alltaf er opið fyrir fleiri í pottinn og er áhugasömum bent á að senda póst á getraunir@vestri.is

Næsti seðill verður eflaust snúinn venju samkvæmt en hann mun koma í ljós væntanlega á miðvikudag, yfirliett birtur þá,  seðilinn má finna hér. 

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum.  

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra

Alltaf beinar útsendingar í Skúrnum hjá Dóra, sjá hér á síðu Símans og hér hvað er á Stöð tvö sport.

Deila