Fréttir

Staðan eftir 4 vikur og næsti seðill - Stóri pottur skilar aftur 13 réttum

Getraunir | 15.10.2019

Sérfræðingar Vestra náðu aftur þeim frábæra árangri að ná 13 réttum um liðna helgi.  Þar sem ansi margir aðrir náðu einnig 13 réttum var uppskeran ekki eins góð og vikuna áður.  Heildarvinningurinn endaði í kr. 50.000.  Miðinn kostaði kr. 30.000 þannig að ávöxtun var engu að síður ágæt.  Það er ljóst að það marg borgar sig að taka þátt í stóra pottinum, vinningar í hverri viku.  Allir velkomnir í pottinn og aukum bara líkur á vinning ef fleiri verða með.  Áhugasamir sendi tölvupóst á getraunir@vestri.is.

Enginn náði 13 réttum í leiknum.  5 getspakir náðu 12 réttum en það skilaði nú ekki nema kr. 570 í vinning.  Stöðuna í leiknum má annars finna hér.  Fjarðarnet enn á toppnum, Skúrmenn sækja á.

Ekki seinna vænna en að huga að næsta seðli, hann er hægt að finna hér.

Tippnefndin verður í Skúrnum á laugardag frá 11 - 13 að taka við röðum.  Minnum tippara á að skila röðum inn tímanlega, auðveldar alla vinnu.

Þessir leikir verða amk í beinni á laugardag:

11.30  Everton - West Ham

14.00  Chelsea  -  Newcastle

Áfram Vestri