Fréttir

Staðan eftir 6 vikur og næsti seðill

Getraunir | 30.10.2019

Fremur slakur árangur hjá tippurum þessa vikuna.  Frank stóð sig manna best og náði 11 réttum sem skiluðu smá vinningi.  Enginn náði þó inn fyrir kostnaði við seðil.

Annars má sjá árangur keppenda og stöðuna í leiknum hér.  Búið að draga eina röð frá.

 

Stóri pottur náði ekki nema 10 réttum að þessu sinni, vinningur heilar kr. 2.800.

 

Næsti seðill flókinn venju samkvæmt.  4 leikir úr efstu deild og rest úr úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

 

Nefndin verður á sínum stað í skúrnum á laugardaginn frá 12 - 14 að taka við röðum.  Nú er kominn vetrartími í Englandi og kerfið lokar 14.00.  Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Enn er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

 

Þessir leikir verða í beinni útsedingu í skúrnum:

12.00   Bournemouth  -  Manchester United

14.30   Aston Villa  -  Liverpool

17.00   Watford  -  Chelsea