Fréttir

Team Skúrinn er ótvíræður sigurvegari haustleiks 2020

Getraunir | 30.12.2020
1 af 2

Haustleik 2020 lauk með glæsilegum sigri Skúrverja, léku einkar vel og sigruðu deildina með 6 stiga mun, enduðu með 123 stig samtals en Hampiðjan endaði í öðru sæti með 117 stig.  Team HG lentu svo í 3. sæti með 115 stig.

Annars má sjá árangur keppenda og lokastöðuna í haustleik 2020 hér  

Nú þurfa önnur lið að þétta raðir og stöðvar þessa Skúrmenn en vorleikur 2021 hefst strax næsta laugardag og verður leikið út apríl eða 17 umferðir og munu 14 bestu telja.  

Árangur vestfirskra tippara um síðustu helgi var ekki til fyrirmyndar, nokkrar ellefur sáust og var Guðni með flestar raðir réttar og fékk heilar kr. 1.770 í vinning.  Stóri pottur náði einnig 11  réttum og náði einnig kr. 1770 í vinningsfé sem er ekki alveg nógu gott, gerum betur næst.

Næsti seðill er snúinn venju samkvæmt, 3 leikir úr efstu deild og 10 leikir  úr B deildinni.  Næsta seðil má finna hér.

Nefndin verður á sínum stað í Skúrnum á laugardaginn frá 12 - 13.30 að taka við röðum. 

Minnum keppendur að skila röðum inn tímanlega til að auðvelda vinnuna.  Alltaf er opið fyrir ný framlög í stóra pottinn, dragið endilega fleiri inn, ágætis vinningslíkur auk þess sem stór hluti af andvirði seldra raða rennur beint til Vestra.

Þessir leikir verða í beinni hjá Dóra:

 12:30  Tottenham  -  Leeds United

15:00  Crystal Palace    -  Sheffield United

17:30  Brighotn  -  Wolves

 

Deila