Fréttir

Von um stofnun meistaraflokks kvenna hjá knattspyrnudeild Vestra - Allar hendur upp á dekk

Knattspyrna | 24.08.2022

Meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu hefur ekki verið hjá félaginu í þó nokkur ár núna. Það eru þó öflugir og áhugasamir iðkendur og foreldrar sem standa þétt við bakið á þeim sem eiga sér þann draum að koma á fót meistaraflokk kvenna á næsta tímabili. Kvennaknattspyrnan hefur verið í örum vexti og ekki skemmir fyrir gott gengi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Þess má geta að verður þessi hópur þá fyrsti meistaraflokkur kvenna í knattspyrnu til að spila undir merkjum Vestra. 

Knattspyrnudeild horfði mikið upp til körfuknattleiksdeildarinnar þegar þau komu á fót meistaraflokksráði kvenna eftir nokkurt hlé. Við vonum innilega að með tímanum takist það aftur að halda þeirri mikilvægu vinnu áfram, þó að það verði ekki starfræktur meistaraflokkur kvenna hjá þeim í vetur. 

Á morgun, fimmtudaginn 25.ágúst klukkan 18:30 verður fundur í Vallarhúsinu við Torfnes þar sem að við freistum þess að ná saman góðum og öflugum hóp foreldra, iðkenda og annarra áhugasamra einstaklinga til þess að koma í þetta ævintýri með okkur. 

Það er mikilvægt fyrir svæðið okkar að hér sé starfræktur meistaraflokkur kvenna líkt og karla, í öllum íþróttagreinum. 

Við hvetjum alla áhugasama til að koma með okkur á fund á morgun og leggja sitt af mörkum. 

Áfram Vestri !

Deila