Já, gott fólk, loksins hafðist þetta! Saga heimasíðugerðar Boltafélagsins er búin að vera löng, ströng og þyrnum stráð. Hún hófst í raun þegar undirritaður tók við sem formaður félagsins en þá strax varð ljóst að það styttist verulega í líftíma gömlu síðunnar. Var farið í að reyna að lappa upp á hana og endurtengja ýmsa hluta hennar en það reyndist illkleifur hamar. Þá þótti best að fá fagmenn til að vefa nýja síðu fyrir okkur en þeir sögðu sig frá verkinu eftir nokkra mánuði og hafði þá ekkert gerst allan þann tíma. Tók þá við leit að öðrum möguleikum og enduðu þeir á því að reyna heimasmíðaða lausn, ýmist í kerfinu Joomla eða þá Mambo. Gekk það ekki vel og þóttumst við því himinn höndum hafa tekið þegar HSV ákvað að semja um gerð nýrra síðna fyrir öll aðildarfélög sambandsins. Loksins var lausn í sjónmáli. En öðruvísi fór en á horfðist í fyrstu. Í ljós kom að kerfið sem keypt var, stóð ekki undir þeim kröfum sem menn gera almennt til vefsíðna í dag og sú staðreynd varð æ ljósari að ekki var hægt að lappa upp á kerfið svo að það yrði nothæft. Lausnin fannst von bráðar og sannar hið fornkveðna að ekki skuli leita langt yfir skammt. Snillingarnir hjá Snerpu, Gústi og Baldur, smíðuðu vef fyrir Héraðssambandið og þau aðildarfélög sem áhuga höfðu og er óhætt að setja okkur Boltafélagsmenn í þann hóp.
Nú er afurðin komin á koppinn; hún er ekki tilbúin að öllu leyti þó að búið sé að opna hana enda töldum við að ný síða þyldi enga bið. Sumir hlutar hennar eru því tómir en þjálfarar hafa fengið þau fyrirmæli að bæta úr því í flokkum sínum hið fyrsta.
Síðan er höfð einföld í uppbyggingu, það eru engar skoðanakannanir, línu- eða súlurit eða heimsóknamælingar í gangi heldur er einblínt á starfið og upplýsingagjöf í því sambandi. Þjálfarar eiga að sjá um upplýsingagjöf til flokka sinna gegnum síður þeirra en hver flokkur á eina síðu. Undirsíður hjá öllum flokkum eru: almennar upplýsingar um þjálfara og hvernig hægt er að ná í hann, þjálfunarmarkmið hvers flokks en þar er hægt að sjá þau atriði sem við munum leggja áherslu á í þjálfun þeirra eftir því sem þau færast upp um flokka. Þá verða birtar leikjaupplýsingar hvers flokks þegar þær eru komnar á hreint en stefnt er að því að vera með öll mót næsta árs ákveðin um áramót. Loks er hægt að sjá tengiliði flokkanna og hvernig hægt er að ná sambandi við þá.
Þarna er líka myndasafn og tenglasafn sem er að sjálfsögðu með fótboltatengdum tenglum. Ef þið rekist á einhverja áhugaverða tengla myndi okkur þykja vænt um að fá að heyra af þeim til að setja inn á síðuna okkar. Síðan „skrár og skjöl“ er frátekin fyrir þjálfarana og er því lokuð öðrum notendum.
Ágætu boltafélagar, ég óska okkur til hamingju með nýja vefinn!
Svavar Þór Guðmundsson formaður BÍ88
Verðlaunahafar voru þessir:
3. flokkur karla:
Prúðmennska: Þorgeir Jónsson
Ástundun: Emil Pálsson
Framfarir: Axel Sveinsson
3. flokkur kvenna:
Ástundun: Klara Dís Gunnarsdóttir
Framfarir: Margrét Regína Grétarsdóttir
Prúðmennska: Ásdís Rún Ólafsdóttir
4. flokkur karla:
Prúðmennska: Bjarni Maron Magnússon
Ástundun: Hinrik Elís Jónsson
Framfarir: Andrés Hjörvar Sigurðsson
4. flokkur kvenna:
Prúðmennska: Hildur Hálfdánardóttir
Ástundun: Margrét Helga Haraldsdóttir Ísaksen
Framfarir: Lára Margrét Gísladóttir
5. flokkur karla:
Prúðmennska: Daníel Agnar Ásgeirsson
Ástundun: Gísli Rafnsson
Framfarir: Þorbergur Haraldsson
5. flokkur kvenna:
Prúðmennska: Lovísa Ósk Halldórsdóttir
Ástundun: Sara Rut Snorradóttir
Framfarir: Rósa Överby
6. flokkur karla
Prúðmennska: Jens Ingvar Gíslason Hjalti Hermann Gíslason
Ástundun: Sigurður Hannesson Dagur Benediktsson
Framfarir: Gísli Jörgen Gíslason Friðrik Þórir Hjaltason
6. flokkur kvenna:
Prúðmennska: Natalía Kaja Fjölnisdóttir
Ástundun: Kolfinna Brá Ewa Einarsdóttir
Framfarir: Aldís Huld Höskuldsdóttir
7. flokkur karla:
Prúðmennska: Magnús Þórir Þorsteinsson
Ástundun: Ívar Tumi Tumason
Framfarir: Birkir Eydal
7. flokkur kvenna:
Prúðmennska: María Björg Fjölnisdóttir
Ástundun: Auður Líf Benediktsdóttir
Framfarir: Jóhanna Ósk Gísladóttir
8. flokkur drengja:
Prúðmennska: Davíð Hjaltason
Ástundun: Ásgeir Óli Kristjánsson
Framfarir: Guðmundur Arnar Svavarsson
8. flokkur stúlkna:
Prúðmennska: Linda Rós Hannesdóttir
Ástundun: Þórunn Birna Bjarnadóttir
Framfarir: Hafdís Bára Höskuldsdóttir
Óskum við þessum iðkendum kærlega til hamingju með árangurinn en viljum líka beina því til þeirra sem ekki fengu verðlaun í þetta skiptið, að það er engin skömm að fá ekki slík verðlaun en gleymum ekki að fótboltinn er hópíþrótt og hver einstaklingur er mikilvægur og verðmætur. Þess vegna er ekkert annað að gera en halda áfram að æfa vel, bæta sig á öllum sviðum, hlýða þjálfaranum, styðja við félaga sína og þá eiga allir möguleika á verðlaunum á næsta ári.
Boltafélagið vill að lokum þakka Straumi kærlega fyrir styrkinn á þessari hátíð en fyrirtækið gaf verðlaunin sem veitt voru.
Nánar