Fréttir

Góð byrjun á tímabilinu en ekkert til að skrifa heim út af samt

Körfubolti | 06.09.2013
Mirko er í fínu formi
Mirko er í fínu formi

Það var ánægjulegt að sjá körfuboltatímabilið hefjast svona snemma og greinilegt að stuðningsfólk okkar er orðið hungrað og var vel mætt á Jakarnn í kvöld.

 

Gestir okkar komu keyrandi úr Garðabæ og voru níu í galla. Justin á við meiðsli að stríða og erlendur leikmaður þeirra ekki lentur, en það er ekkert talið og gefur ungum leikmönnum bara tækifæri. Teitur var ekki með í för og stjórnaði Snorri Örn frá hliðarlínunni. Byrjunarlið Stjörnunnar voru Marvin, Sæmundur, Dagur, Fannar og Kjartan og tókust á við Ágúst, Hraunar, Jason, Jón Hrafn og Mirko og Birgir Örn þjálfari okkar á línunni.

 

Leikurinn var frekar hægur og greinilegt að mikill haustbragur er á báðum liðum, en þó sáust góðir sprettir hjá liðunum. Í hálfleik var staðan 44-33 og fínt start hjá Bigga þjálfara sem var iðinn við að skipta leikmönnum inn á völlinn.

 

Í seinni hálfleik var sem leikmenn KFÍ héldu að þeir þyrftu ekkert að hafa fyrir hlutunum á vellinum og Stjarnan jafnar leikinn 44-44 og kominn smá harka í leik beggja liða. Kom þá fínn stígandi til baka hjá KFÍ sem kom sér aftur í þægilegt forskot sem þeir létu ekki af hendi og silgdu þessum í höfn og mikill léttir að sjá á svip Bigga þjálfara sem hefur einungis haft eina æfingu með fullu liði og var það í gær.

 

Það sem gladdi fólkið á pöllunum var að sjá baráttuna hjá öllum sem komu inn á og smitar Biggi út frá sér með jákvæðni og hvatningu. Það er gaman að sjá.

 

Stjörnumenn voru að láta dómgæsluna fara í taugarnar á sér sem er ekki vert að gera. Dómarar leiksins þeir Jón Guðmundsson og Davíð Tómasson eru einnig að byrja sitt tímabil og eru ryðgaðir og gera mistök, en mistök leikmanna voru þó mun fleiri og þannig er það bara. Ekkert væl, bara bolti.

 

Það er víst að þessi vetur verður erfiður hjá KFÍ, en menn eru greinilega tilbúnir að leggja á sig og þá verður þetta bara gaman. Við biðjum ekki um meira en að gera sitt besta og berjast fyrir lífi sínu.

 

Strákarnir eiga hrós skilið, Þeir vou mikið að peppa hvorn annan upp og hvetja og það hjálpaði mjög. Hjá Stjörnunni voru þeir bræður Dagur og Daði að gera vel, sérstaklega í vörninni. Hinir bræðurnir áttu fína spretti og K.J. einnig. Fannar er að koma sér í gang og á mikið inni.

 

Hjá KFÍ var Mirko og Hraunar góðir og Jason er greinilega góður leikmaður og ekta leikstjórnandi sem var sífellt að leita menn uppi. Gústi og Jón Hrafn duglegir og ungu strákarnir komust vel frá sínu.

 

Stig KFÍ: Jason 25 stig (8 stoðsendingar), Mirko 22 stig (8 fráköst), Hraunar 19 stig (8 fráköst), Gústi 7 stig (11 fráköst), Jón Hrafn 5 stig (11 fráköst),.

 

Stig Stjörnunnar: Marvin 19 stig (10 fráköst), K.J. 14stig (5 fráköst), Sæmundur 11 stig (5 fráköst), Dagur 12 stig (6 stoðir), Daði 11 stig (4 fráköst), Fannar 8 stig (4 fráköst).

 

Maður leiksins að mati fréttaritara Hraunar Guðmundsson

Deila