Meistaraflokkur karla

Jure Gunjina

Framherji | Króatía | Fæddur: 6. ágúst 1992

Jure kemur til Vestra frá Breiðabliki en hann lék með þeim 4 leiki í Úrvalsdeildinni í vetur og skilaði í þeim að meðaltali 12,5 stigum, 7,8 fráköstum og 2,3 stoðsendingum. Besti leikur hans með Breiðablik var gegn Tindastól í byrjun desember en þar skilaði hann öflugri tvennu með 18 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar.

Jure Gunijina er fæddur árið 1992 og er 203 setntímetrar á hæð, fjölhæfur leikmaður með gott skot og mjög hreyfanlegur. Hann hefur leikið með Georgia Sothwestern í bandaríska háskólaboltanum, með Magia Huesca í LEB-Gold deildinni á Spáni og með Newcastle Eagles á Englandi á síðasta keppnistímabili.

Tímabil Deild Lið L 2H 3H VH-VT V% VI Stig S/L
2018-2019 Úrvalsdeild Breiðablik 4 16 3 9-12 75,0% 7 50 12,5