Meistaraflokkur karla 2020-21

Marko Dmitrovic

Framherji | Króatía | Fæddur: 21 May 1989

Marko Dmitrovic
Marko Dmitrovic

Marko, sem sem kemur frá Króatíu og er 207 cm á hæð, getur leikið jöfnum höndum sem framherji og miðherji. Hann ólst upp í körfuboltanum í Zagreb, höfuðborg Króatíu, en þar lék hann upp alla yngri flokka með KK Cibona og síðar KK Cedevita, sem eru tvö af sterkustu liðum Króatíu.

Marko hefur að mestu leikið í Króatíu á ferli sínum með liðum eins og KK Sisak, KK Gorica og KK Rudes Zagreb. Á síðasta tímabili lék hann hins vegar með Airino Basket Termoli í Seria C á Ítalíu þar sem hann skoraði 15,3 stig að meðaltali og tók 8,4 fráköst.

Tímabil Deild Lið L 2H 3H VH-VT V% VI Stig S/L
2019-2020 1. deild Vestri 22 67 17 45-55 81,8% 54 230 10,5