Meistaraflokkur karla 2019-20

Nebojsa Knezevic

Bakvörður | Serbía | Fæddur: 21. febrúar 1987

Nebojsa Knezevic
Nebojsa Knezevic

Nebojsa er að hefja sitt sjötta tímabil á Ísafirði. Hann lék með KFÍ í úrvalsdeildinni tímabilið 2010-2011 þar sem hann var með 14,6 stig og 4,5 fráköst í 22 leikjum. Nebojsa var einn besti leikmaður 1. deildarinnar veturinn 2014-2015 en hann leiddi deildina í skotnýtingu og stolnum boltum auk þess að vera í topp 10 í stigaskorun, stoðsendingum og framlagsstigum. Mest skoraði hann 43 stig í sigurleik á móti Breiðablik en hann braut 40 stiga múrinn tvívegis og var með 24,7 stig að meðaltali í leik í deildinni.

Hann leiddi KFÍ aftur í stigaskorun tímabilið 2015-2016 með 18,8 stigum auk þess sem hann tók 6,7 fráköst og gaf 3,4 stoðsendingar þrátt fyrir að spila einungis um 24 mínútur að meðaltali í leik. Mest skoraði hann 32 stig í einum leik, en það gerði hann tvívegis og bæði skiptin á móti Ármanni frá Reykjavík.

Nebojsa var tilnefndur til íþróttamanns Ísafjarðarbæjar árin 2015 og 2016.

Tímabilið 2017-2018 leiddi hann Vestra í stigaskorun með 23,7 stig ásamt því að leiða 1. deildina með 7,3 stoðsendingum að meðaltali í leik. 

2018-2019 leiddi Nebojsa 1. deildina aftur í stoðsendingum en hann var með 7,1 stoðsendingu að meðaltali ásamt því að skora 19,1 stig og taka 5,9 fráköst að meðaltali. Mest gaf hann 17 stoðsendingar í sigurleik á móti Snæfell.

 

Tímabil Deild Lið L 2H 3H VH-VT V% VI Stig S/L
2010-2011 Úrvalsdeild KFÍ 22 91 26 61-89 68,5% 55 321 14,6
2011-2012 Serbía KLS Proleter 23 32 5 32-49 65,3% 42 111 4,8
2014-2015 1. deild KFÍ 21 128 38 148-206 71,8  19 518 24,7
2015-2016 1. deild KFÍ 18 94 24 76-101 75,2% 49 336 18,7
2015-2016 3. deild KFÍ-b 1  - - - - - - -
2016-2017 1. deild Vestri 19 102 21 89-134 66,4% 36 356 18,7
2017-2018 1. deild Vestri 27 175 57 119-175 68,0% 82 640 23,7
2018-2019 1. deild Vestri 20 108 27 85-116 73,3% 46 382 19,1

 

2018-2019 tölfræði á KKÍ.is