Meistaraflokkur karla 2021-22

Nemanja Knezevic

Miðherji | Svartfjallaland | Fæddur: 20. október 1987

Nemanja Knezevic
Nemanja Knezevic

Nemanja er 205 sentímetra hár miðherji frá Svartfjallalandi sem býr yfir góðri tækni og miklum hreyfanleika. Hann lék í þrjú ár ásamt Nebojsa Knezevic með Vojvodina Novi Sad í annari deildinni í Serbíu á sínum yngri árum.

Nemanja lék sitt fyrsta tímabil hér á landi veturinn 2017-2018 og leiddi 1. deildina í fráköstum með 17,8 fráköst að meðtaltali í leik ásamt því að skora 22,2 stig, gefa 3,8 stoðsendingar og verja 2,2 skot. Hann missti af síðustu 5 leikjum deildarinnar og öllum 3 leikjum Vestra í úrslitakeppninni eftir að hafa meiðst illa á hné á móti Gnúpverjum 9. febrúar 2018. Hann skoraði mest 38 stig í einum leik og þrívegis tók hann 25 fráköst í einum leik. Sjö sinnum náði hann að minnsta kosti 20 stigum og 20 fráköstum í sama leiknum. Í janúar 2018 daðraði hann við fernuna þegar hann var með 26 stig, 25 fráköst, 8 stoðsendingar og 9 varin skot á móti Hamri.

2018-2019 tímabilið leiddi Nemanja deildina aftur í fráköstum, en hann var með 17,9 fráköst ásamt því að skora 19,8 stig að meðaltali í leik. Mest tók hann 28 fráköst í einum leik en sex sinnum náði hann að minnsta kosti 20 stigum og 20 fráköstum í sama leiknum.

2019-2020 tímabilið var Nemanja þriðji frákastahæstur í deildinni með 13,8 fráköst að meðaltali í leik ásamt því að skora 18,4 stig.

2020-2021 tímabilið leiddi Nemanja deildina í fráköstum með 14,8 fráköstum ásamt því að skora 16,5 stig að meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni var hann með 16,3 stig og 17,1 fráköst að meðaltali í leik. Hans besti leikur kom í fyrsta leiknum á móti Hamari í úrslitunum um laust sæti í Úrvalsdeild þar sem hann var með 23 stig og 27 fráköst.

Afrek

  • Frákastakóngur 1. deildar: 2018, 2019, 2021
Tímabil Deild Lið L 2H 3H VH-VT V% VI Stig S/L
2005-2006 Serbia B KK Vojvodina Novi Sad - - - - - - - -
2006-2007 Serbia B KK Vojvodina Novi Sad - - - - - - - -
2007-2008 Serbia B KK Vojvodina Novi Sad - - - - - - - -
2008-2009 Serbia B KK Vojvodina Novi Sad 26 - - - - - - 15,0
2010-2011 Serbia B KK Vojvodina Novi Sad 25 - - - - - - 14,4
2011-2012 Prva A Liga KK Jedinstvo Bijelo Polje 4 17 0 8-12 66,7% 14 42 10,5
2011-2012 Liga EBA AB Pacense 14 - - - 68,5% - - 11,6
2012-2013 Prva A Liga KK Centar Bijelo Polje 11 21 9 26-38 68,4% 44 95 8,6
2012-2013 BiH Liga SL Takovo Leotar 4 16 0 20-26 76,9% 4 52 13,0
2013-2014 Prva A Liga KK Centar Bijelo Polje 26 33 15 18-25 72,0% 35 129 5,0
2013-2014 BiH Liga KK Varda Hidroelektrana 15 48 1 38-46 82,6% 52 137 9,1
2013-2014 Prva A Liga ABS Primorje 1945 10 50 0 20-25 80,0% 25 120 12,0
2014-2015 BiH Liga KK Mladost 16 47 2 52-71 66,7% 43 152 9,5
2015-2016 NM3 US Laval 22 - - - - - 285 13,0
2016-2017 NM3 US Laval 20 - - - - - 173 8,7
2017-2018 1. deild Vestri 19 146 4 117-155 75,5% 56 686 22,2
2018-2019 1. deild Vestri 23 148 2 153-195 78,5% 52 455 19,8
2019-2020 1. deild Vestri 20 121 2 119-151 78,8% 56 367 18,4
2020-2021 1. deild Vestri 22 120 7 191-148 68,2% 57 362 16,5