Fréttir - Körfubolti

KFÍ-ÍR á mánudagskvöld í Iceland Express deildinni

Körfubolti | 14.10.2010
Komdu á Jakann
Komdu á Jakann
Þá heldur spennan áfram. Nú er það vel skipað lið ÍR sem mætir á Jakann og er leikurinn á mánudagskvöldið 18. október. Það er spenna í IE deildinni og er mál manna að deildin hafi aldrei verið jafnari og að allir geti unnið alla. Við getum tekið undir það, enda hafa úrslit verið þannig að vart má á milli sjá hvaða lið stingi af.

Eitt er víst að bæði þessi lið ætla sér stigin tvö sem í pottinum er, en annað liðið verður að "lúta í ís" hér fyrir vestan. Við ætlum okkur ekkert annað en sigur.

Og hvetjum við alla að koma n.k mánudagskvöld og halda áfram á þeirri braut sem stórkostlegir áhorfendur sýndu í síðasta leik. Saman erum við best.

Áfram KFÍ Nánar

Krakkarnir á ferðinni um helgina

Körfubolti | 14.10.2010
Stelpurnar eru tilbúnar
Stelpurnar eru tilbúnar
Drengjaflokkur og stúlknaflokkur KFÍ verða á ferðinni um helgina. Strákarnir spila tvo leiki gegn ÍA og Borgarnes/Snæfell á Akranesi og Borgarnesi og stepurnar taka þá í fjölliðamóti í Njarðvík. Fleiri upplýsingar eru hér til hægri á síðunni undir atburðadagatal.

Strákarnir hafa keppt fjóra leiki og unnið þrjá þeirra og eru í öðru sæti í sínum riðli. Stelpurnar eru að spila sína fyrstu leiki og óskum við báðum þessum flokkum velfarnaðar.

Áfram KFÍ Nánar

Naumt tap gegn Grindavík

Körfubolti | 11.10.2010
Stúka Vestfirðinga lét vel í sér heyra í gærkveldi.
Stúka Vestfirðinga lét vel í sér heyra í gærkveldi.
Meistaraflokkur karla sótti Grindavík heim og tapaðist sá leikur eftir harðan slag. Lokatölur 96-87.Hraður og skemmtilegur körfubolti var leikinn hjá báðum liðum í Röstinni, Grindavík það sem, við vorum gestir að þessu sinni. Leikurinn var fjörlegur og vel tekist á. Eftir fyrsta leikhluta vorum við með forskot 23-22. 
Nánar

Grindavík-KFÍ á morgun

Körfubolti | 09.10.2010
Here we come. Mynd Jóhann Waage.
Here we come. Mynd Jóhann Waage.
Á sunnudagskvöldið munu strákarnir í mfl. karla fara til Grindavíkur og spila erfiðan leik gegn feykilega sterku liði Grindavíkur. Það er tilhlökkun í liðinu, enda "litla liðið". Leikurinn hefst 19.15. Við munum segja frá leiknum strax og honum er lokið. Við skorum á þá sem eru fyrir sunna að koma og hvetja strákana áfram. Nánar

Meistaraflokkur kvenna sigruðu í Grindavík

Körfubolti | 09.10.2010
Stelurnar að fókusa á leikinn
Stelurnar að fókusa á leikinn
1 af 2
Stelpurnar í mfl. kvenna sigrðuðu Grindavík-b örugglega. Lokatölur 60-41. Nánar

Drengjaflokkur sigraði Stjörnuna

Körfubolti | 09.10.2010
Sterk liðsheild skóp sigur í dag!
Sterk liðsheild skóp sigur í dag!
1 af 6
Drengirnir í KFÍ sigruðu Stjörnuna í dag. Lokatölur 68-58. Það var hörmung að sjá til strákanna í byrjun leiks. Þeir voru alls ekki á parketinu með fæturnar, og afhetu boltann í gjafaumbúðum til Sjörnunnar sem fengu svona smá jólatifinningu og gengu á lagið. Staðan eftir fyrsta leikhluta 8-17. KFÍ tók aðeins á í öðrum leikhluta og baráttan fór að aukast, en aðeins eftir að Stjarnan náði 18 stiga forustu tóku þeir smá sprett og staðan þegar góður dómarar leiksins Ari Gylfason og Edin Sulic flautuðu til hálfleiks 24-30.
Nánar

KFÍ-Stjarnan í drengjaflokk á morgun

Körfubolti | 08.10.2010
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Strákarnir í drengjaflokk taka á móti Stjörnunni á morgun og hefst leikurinn kl. 14.00. Þeir eru búnir að keppa þrjá leiki og sigra tvo þeirra gegn ÍR og Snæfell/Borgarnes. Þeir ætla sér sigur á morgun og hvetjum við alla til að fjölmenna á leikinn. Eftir að leik þeirra lýkur eru strákarnir í UMFB með Shiran Þórisson í broddi fylkingar að keppa í Bolungarvík og hefst sá leikur kl.16.00 þannig að fólk getur gert sér glaðan körfuboltadag.

Einnig viljum við minna á að strákarnir í 2. flokk Harðar keppa kl.12.00 gegn HK á undan leik KFÍ og er ekki úr vegi að koma og styðja þá og sýna samstöðu íþrótta. Nánar

Flott umfjöllun um körfuna

Körfubolti | 08.10.2010
Edin á flugi. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Edin á flugi. Mynd Halldór Sveinbjörnsson
Það má með sanni segja að vel sé fjallað um körfuna á Íslandi og erlendis á netmiðlum. Þar fara fremstir karfan.is , sport.is,  og nú síðast eru þeir vinir okkar á fusijama.tv að koma sterkir inn. Við hvetjum alla til að skoða þessar síður. Það er aldrei of mikið fjallað um körfuna á Íslandi og kunnum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir. Nánar

Fleiri myndir frá KFÍ-Tindastóll

Körfubolti | 08.10.2010
Það eru aldrei of margar myndir teknar af leikjum KFÍ
Það eru aldrei of margar myndir teknar af leikjum KFÍ
Í gær voru nokkrir frábærir myndasmiðir á leiknum og hér eru myndir frá Benedikt Hermannsson. Endilega kíkið á þær, hér er slóðin Nánar

33 leikir hjá KFÍ í október.

Körfubolti | 08.10.2010
Þá er þetta byrjað
Þá er þetta byrjað
Nú er Íslandsmótið byrjað á fullu og er KFÍ og UMFB að spila 33 leiki í þessum mánuði. Þar eru það mfl. kvenna og karla, drengjaflokkur og 9. flokkur stúlka, 9. flokkur drengja og minnibolti eldri sem eru byrjuð eða að byrja tímabilið. Einnig er lið UMFB í þessari upptalningu, en á milli þessarra félaga er gott samstarf. Við viljum benda fólki á að hægt er að sjá hvar og hverjir eru að spila og hvenær hér á atburðadagatalinu hægra megin á forsíðunni og er bara að smella á dagsetninguna til að fá allrar nánari upplýsingar.  Nánar