Fréttir - Körfubolti

Streetball mót KFÍ

Körfubolti | 30.06.2010
Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi.
Útikörfuboltavöllurinn á Torfnesi.
1 af 4

Sunnudaginn 11. júlí ætlar KFÍ að halda Streetball mót. Fyrirkomulag mótsins verður 3 á 3 og spilað upp í 11. Fjórir geta þó verið saman í liði en þá er alltaf einn varamaður sem hvílir í hverjum leik. Mótið er fyrir 15 ára og eldri og mega ekki vera fleiri en tveir meistaraflokksmenn saman í liði. Mótið hefst kl. 14. 30. Verðlaun verða fyrir sigurliðið.

 

Þátttökugjald á mótinu er 1.000 kr. á mann og mun allur ágóði renna til viðhalds á útikörfuboltavellinum. Völlurinn hefur séð betri tíma eins og má sjá á meðfylgjandi myndum. Hann hefur verið vel nýttur í sumar en mikið hefur borið á óánægju vegna ástands hans. Það er því von okkar að sem flest lið taki þátt í mótinu og aðstoði okkur við að halda körfuboltavellinum í sem bestu ástandi.

 

Skráning hér

Nánar

Guðni Ólafur Guðnason í viðtali við kfi.is.

Körfubolti | 28.06.2010
Guðni er hér annar frá vinstri í neðri röð ásamt Íslandsmeisturum KR 1990 og Kovtoun er í efstu rö fyrir miðju. (Mynd www.kr.is/karfa)
Guðni er hér annar frá vinstri í neðri röð ásamt Íslandsmeisturum KR 1990 og Kovtoun er í efstu rö fyrir miðju. (Mynd www.kr.is/karfa)

Það þarf varla að kynna Guðna Ó. Guðnason fyrir lesendum síðunnar. Þessi orkumikli drengur hefur verið hér síðan 1996 og er búinn að marka sitt spor hjá KFÍ og Ísafjarðarbæ. Hann er framkvæmdarstjóri körfuboltabúða KFÍ sem er rétt nýlokið og er þetta í annað skipti á jafnmörgum árum sem þær eru haldnar. Mikill stígandi er í ásókn og var uppselt í ár. Guðni segir í viðtali við kfi.is að nefnd sem stofnuð var um æfingabúðirnar ætli að gera ráðstafanir til að fjölga aftur næsta sumar og halda áfram að auka gæði búðanna. Hér koma nokkrar spurningar og snörp svör frá kappanum.

Nánar

Craig með góðan leik í tapi

Körfubolti | 26.06.2010 Craig Schoen, leikstjórnandi KFÍ, átti fínan leik á Kentucky PRO-AM mótinu í gær þrátt fyrir tap sinna manna. Craig skoraði 19 stig og setti niður 5 þrista í 81-86 tapi á móti On Point.

Craig, sem er að hefja sitt þriðja tímabil með KFÍ, er væntanlegur aftur til landsins um miðjan ágúst. Nánar

Ari Gylfason í viðtali við kfi.is

Körfubolti | 26.06.2010
Ari vill koma sem fyrst
Ari vill koma sem fyrst
Þá er komið að Ara Gylfasyni að svara nokkrum laufléttum fyrir okkur og hér er afraksturinn. Nánar

Craig stendur sig vel á æfingamóti í Kentucky

Körfubolti | 25.06.2010
Craig er í fínu formi. (Ljósm. H. Sveinbjörnsson)
Craig er í fínu formi. (Ljósm. H. Sveinbjörnsson)
Craig spilar með liði sem nefnist KPA Old School og var stigahæstur með 23 stig, þar af þrjár þriggja stigakörfur. Við setjum hér í meira frásögn af leiknum á ensku. Við munum síðan setja inn fréttir af Craig eftir því sem á líður þessu æfingamóti. Nánar

Daði Berg Grétarsson í viðtali við kfi.is

Körfubolti | 23.06.2010
Daði er spenntur fyrir tímabilinu.
Daði er spenntur fyrir tímabilinu.

Við fengum Daða Berg Grétarsson til að svara nokkrum snörpum spurningum og hér er afraksturinn.

Nánar

Fyrsti leikurinn í Iceland Expressdeildinni gegn Tindastól

Körfubolti | 21.06.2010
Þá byrjar fjörið
Þá byrjar fjörið
Fyrsti leikurinn í Iceland Expressdeildinni er gegn Tindastól á Jakanum. Það er ekki amalegt að fá fyrsta leik heima til að starta tímabilinu í efstu deild síðan 2005-6. Nú geta allir farið á hlakka til vetrarins, og eru strákarnir á fullu við æfingar til að undirbúa sig sem best. Nýji þjálfari KFÍ, B.J. Aldridge er búinn að setja upp prógrammið fyrir sumarið og mun sjálfur mæta hér 3. ágúst. Þangað til er Jón Oddson með æfingarnar.
Hér er svo mótið upp sett fyrir áhugasama. http://www.kki.is/skjol/IEkarla2011.pdf Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Guðni Ó. Guðnason í viðtali á RUV Rás 1

Körfubolti | 14.06.2010
Guðni Guðnason og Sævar Óskarsson stóður í ströngu alla síðustu viku!  (Ljósm. H.Sigm)
Guðni Guðnason og Sævar Óskarsson stóður í ströngu alla síðustu viku! (Ljósm. H.Sigm)

Nú er Körfuboltabúðunum lokið og voru þær gríðarlega vel heppnaðar.  Guðni Guðna framkvæmdastjóri búðanna var í viðtali á RUV í morgunútvarpinu og gaf alþjóð skýrslu um búðirnar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Sigurvegarar í einstaklingskeppninni

Körfubolti | 12.06.2010
Axel Örn Guðmundsson úr Breiðabliki (hann er barnabarn Helgu hjúkku) sigraði í 3ja stiga skotkeppni.  (Ljósm. H.Sigm)
Axel Örn Guðmundsson úr Breiðabliki (hann er barnabarn Helgu hjúkku) sigraði í 3ja stiga skotkeppni. (Ljósm. H.Sigm)
Eins og áður hefur komið fram var keppt í skotkeppni, þrautabraut, vítakeppni og einn á einn.  Tafla með yfirliti sigurvegara eftir flokkum fylgir hér með lesendum síðunnar til fróðleiks. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Landsbankinn - styrktaraðilar

Körfubolti | 12.06.2010
Krakkarnir eru ánægð með KFÍ bolina frá Landsbankanum.  (Ljósm. H.Sigm)
Krakkarnir eru ánægð með KFÍ bolina frá Landsbankanum. (Ljósm. H.Sigm)
1 af 2
Eins og ávalt höfum við getað leitað til aðstandenda og stuðningsfólks liðsins sem hefur fúslega lagt okkur lið sitt með ómetanlegri sjálfboðaliðavinnu.  Ekki má hjá líða að nefna helstu styrktar- og/eða samstarfsaðila búðanna, en það eru Ísafjarðarbær, Íslandssaga, Klofningur, Menntaskólinn á Ísafirði, Hótel Ísafjörður og síðast en ekki síst Landsbankinn Nánar