Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Breyting á þjálfarahópnum

Körfubolti | 01.06.2010
Coach Gonzalez í action
Coach Gonzalez í action
Okkur voru að berast þær fréttir að Alejandro Martinez kæmist ekki til okkar vegna óviðráðanlegra orsaka.  Hafðar voru snarar hendur og landi Alejandro fenginn í staðinn, heitir hann Gustavo Rios Gonzalez og mun starfa við búðirnar í stað Alejandro.  Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Dagskráin

Körfubolti | 01.06.2010 Þá liggur nákvæm dagskrá búðanna fyrir.  Stíf dagskrá frá morgni til kvölds. 

Æfingar byrja kl. 08.00 á morgnanna og síðustu hætta kl. 22.00 á kvöldin. 

Nákvæma dagskrá má finna hér. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Lægra verð fyrir minniboltakrakka!

Körfubolti | 30.05.2010
Minnibolti KFÍ fyrir nokkrum árum, þarna má þekkja nokkra drengjaflokksmenn
Minnibolti KFÍ fyrir nokkrum árum, þarna má þekkja nokkra drengjaflokksmenn
Nú er ekki nema vika þar til körfuboltabúðir KFÍ hefjast og er allt að verða klárt.  Fullt er í eldri hópana og ekki unnt að tak við frekari skráningum þar.  Hins vegar er nóg pláss í minniboltann, fyrir aldur 7-10 ára.  Stjórn búðann hefur því ákveðið að lækka verðið í kr. 4.000 pr. þátttakanda(var áður kr. 10.000).  Nánar

Craig vs Rondo

Körfubolti | 29.05.2010
Craig vs Rondo
Craig vs Rondo
Hérna er smá moli fyrir þá sem ekki vita þá spilaði Craig gegn Rondo fyrir nokkrum árum. En hann er ekki að auglýsa það hann Craig enda Rondo bara eins og næsti maður í hans augum. Nánar

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ

Körfubolti | 21.05.2010
Flottur hópur
Flottur hópur
1 af 4
Síðastliðinn fimmtudag fór uppskeruhátíð KFÍ fram með pompi og prakt.  Iðkendur og fjölskyldur þeirra fjölmenntu í íþróttamiðstöðina að Suðureyri þar sem farið var í leiki, boðið upp á pylsur og veittar viðurkenningar.
Fleiri myndir frá uppskeruhátíðinni má síðan finna undir myndum hér til vinstri á síðunni Nánar

Uppskeruhátíð KFÍ

Körfubolti | 10.05.2010

Uppskeruhátíð yngri flokka KFÍ verður haldinn á fimmtudaginn kemur þann 13. maí kl. 14.00. Hátíðin mun fara fram í íþróttahúsinu Suðureyri.  Margt verður til gamans gert, farið í körfu, sund og að sjálfsögðu veittar viðurkenningar fyrir afrek vetrarins.

Pylsur/pulsur verða í boði unglingaráðs og eru foreldrar/forráðamenn hvattir til að koma með börnum sínum og endilega taka systkini og ættingja með.

Áfram KFÍ.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Þjálfaranámskeið verður haldið samtímis.

Körfubolti | 10.05.2010 KFÍ mun halda þjálfaranámskeið í tengslum við æfingabúðirnar 6-13 júní. Um er að ræða tveggja eða fjögurra daga námskeið. Þjáfararnir fjórir þeir Nebosja Vidic, Dragan Vasilov, Tony Radic og Alejandro Martinez munu halda fyrirlestra sem nýtast munu öllum áhugasömum þjálfurum og munu þjálfararnir taka fyrir eftirfarandi atriði.

Nebojsa Vidic
2-3 svæðisvörn  ,  mánudagur 7. júní
Pick og roll sókn, miðvikudagur 9. júní

Dragan Vasilov
Æfingar til að hjálpa liðinu, hluti 1, mánudagur 7. júní
Æfingar til að hjálpa liðinu, hluti 2, þriðjudagur 8. júní

Tony Radic
Hraðaupphlaup,(fyrsta sókn), þriðjudagur 8. júní
Vörn allan völlin, aggressív, fimmtudagur 10. júní


Alejandro Martinez
Undirbúningur spænska landsliðsins fyrir Evrópumótið, miðvikudagur 9. júní
Vörn á móti pick og roll, fimmtudagur 10. júní

Það verður sem sagt ekki eingöngu veisla fyrir iðkendur þetta árið, mikið í boði fyrir þjálfara.

Verð fyrir þjálfaranámskeiðið verður kr. 15.000 fyrir alla 4 dagana eða kr. 10.000 fyrir 2 daga. Hægt verður að hjálpa með gistingu og fæði og meiri upplysingar fást hjá Kristjáni Kristjánssyni síminn er 861-4668, en skráningar eru á hsv@hsv.is

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010: Skráningar ganga vel.

Körfubolti | 04.05.2010
Hópurinn frá því í fyrra  (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Hópurinn frá því í fyrra (Ljósm. Helgi Kr. Sigmundsson)
Skráningar í búðirnar ganga vel.  Öll pláss eru óðum að fyllast og þurfa áhugasamir að hafa hraðar hendur á að skrá sig. 
Skráningar fara fram í netfanginu hsv@hsv.is og allar upplýsingar hægt að fá í síma 450-8450 og 861-4668. Nánar

Borce valinn þjálfari ársins í 1. deild

Körfubolti | 02.05.2010
Borce - þjálfari ársins í 1. deild
Borce - þjálfari ársins í 1. deild
1 af 2
Á lokahófi KKÍ í gærkvöldi var Borce Iliveski valinn þjálfari ársins af þjálfurum hinna liðanna. 

Við óskum Borce hjartanlega til hamingju með verðlaunin.


Mikið var um dýrðir á lokahófi KKÍ og má sjá myndir og upplýsingar um verðlaunahafa á heimasíðu KKÍ og á Karfan.is. Nánar

Pappírssala

Körfubolti | 27.04.2010 KFÍ stendur fyrir söluátaki á WC pappír og eldhúsrúllum á föstudagskvöldið, 30. apríl.  Hver iðkandi selji amk 3 pakkningar af pappír. Sölumenn nálgist pappírinn hjá Steina í Gúmmíbátaþjónusutinn kl. 18:00.

Stuðnings- og styrktarmenn mjög velkomnir á svæðið.  

Hægt að leggja inn pantanir í síma 660-5094 & 856-0836
Heimsendingarþjónusta. Nánar