Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 11.03.2010
Hér er Dragan Vasilov í heimsókn í æfingabúðum á Filipseyjum fyrir 3 mánuðum.
Hér er Dragan Vasilov í heimsókn í æfingabúðum á Filipseyjum fyrir 3 mánuðum.
Nú getum við staðfest að Dragan Vasilov hefur boðað koma sína í æfingabúðirnar í sumar.  Hann er formaður þjálfarasambands Makedóníu og hefur yfirumsjón hjá körfuknattleikssambandi í Makedóníu með vali í landslið.  Hann hefur yfirgripsmikla reynslu af þjálfun og hefur komið víða við.  Það verður gaman að hitta hann í sumar og hann er góð viðbót í þjálfarateymi búðanna.  Við reiknum svo með því að reka smiðshöggið á þennan þátt í undirbúningnum á næstu dögum og eigum von á staðfestingu á komu þeirra Toni Radic frá Króatíu og Nebosja Vidic frá Serbíu.  Nebosja var hér í fyrra og er okkur að góðu kunnur, enda verður þetta þriðja sumarið sem hann hittir drengina úr KFÍ í æfingabúðum.  Borce Ilievski er yfirþjálfari búðanna líkt og í fyrra.

Þetta lofar góðu og ætti að verða fínn vettvangur fyrir bæði leikmenn og þjálfara til þess læra nýja hluti og leggja grunn að undirbúningi næsta tímabils. Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2010

Körfubolti | 09.03.2010
U18 ára landslið Spánar 2009.
U18 ára landslið Spánar 2009.

Undirbúningur æfingabúðanna í sumar er í fullum gangi og nú höfum við fengið staðfestingu frá Alejandro Martínez Plasencia um að hann sé væntanlegur í búðirnar.  Alajandro Martínez er aðalþjálfari U18 ára landsliðs Spánar sem lenti í 5. sæti í Evrópukeppninni í ágúst 2009.  Auk þessa þá þjálfar hann lið Laguna Canarias á Tenerife sem er í Adecco LEB oro deildinni á Spáni.

Það er augljóslega mikill fengur að fá þjálfara með slíka reynslu og þekkingu til liðs við okkur í sumar.  Að öllu óbreyttu munu búðirnar hefjast 6. júní og munum við á allra næstu dögum tilkynna endanlega staðfesta dagsetningu og birta um leið hvar og hvernig leggja skuli pantanir inn.  Stefnir allt í spennandi körfuboltabúðir á Ísafirði í júní 2010!

Nánar

Viðtal við Gaua á karfan.is

Körfubolti | 08.03.2010
Gaui .Þ í viðtali
Gaui .Þ í viðtali

Hér er viðtal sem var á karfan.is s.l. föstudag og birtum við það hér fyrir okkar lesendur:

Ísfirðingar mæta í Þorlákshöfn í kvöld og leika þar gegn heimamönnum í Þór í 1. deild karla. KFÍ tryggði sér á dögunum sæti í Iceland Express deild karla á næstu leiktíð en liðið á samt tvo leiki eftir í deildarkeppni 1. deildar, gegn Þór í kvöld og svo á heimavelli gegn Ármenningum í síðustu umferð. Karfan.is setti í samband við Hr. Körfubolta á Ísafirði en sá er betur þekktur sem Guðjón Þorsteinsson en hann á von á því að Haukar komi með KFÍ upp í úrvalsdeild.

Nánar

Sigur í síðasta útileiknum.

Körfubolti | 07.03.2010
Þetta var á köflum leikur 3ja stiga skyttanna og oft heitt í kolunum í
Þetta var á köflum leikur 3ja stiga skyttanna og oft heitt í kolunum í "Gufubaðinu"!
1 af 5
KFÍ tók síðasta útileikinn í kvöld gegn Þór frá Þorlákshöfn. Lokatölur 67-76 og var sigurinn aldrei í hættu. Það var Denis sem byrjaði með látum og setti niður þrjá flott þrista og fyrsti leikhluti fór 17-21. Meira jafnræði var í öðrum leikhluta þar sem Magnús Pálsson var okkur erfiður og skoraði nokkrar flottar körfur, en staðan þegar gengið var til hálfleiks var 41-46.
Nánar

Leik Þórs Þ. og KFÍ frestað

Körfubolti | 05.03.2010
Við komum á sunnudag með uppáhaldsvélinni okkar
Við komum á sunnudag með uppáhaldsvélinni okkar
Leik Þórs Þ. og KFÍ sem átti að vera í kvöld hefur verið frestað vegna veðurs en ekkert hefur verið flogið frá Reykjavík í dag. Nýr leiktími er næstkomandi sunnudag kl. 19.15. Nánar

Fjöldi á Nettó mótið í Keflavík

Körfubolti | 03.03.2010
Hér koma vestfirskir krakkar :)
Hér koma vestfirskir krakkar :)
Þá er komið að því. ,,púkarnir okkar" litlu eru að fara á flotta mótið í Keflavík. Það er mikil tilhlökkun í hópnum sem telur um 13 krakka og 12 foreldra, 2 afa og 1-4 þjálfara :) Það er ekki alveg hægt að segja hverjum hlakkar meira til þeim litlu eða þeim stóru. Við fórum öll á mótið hjá Fjölni í haust og þá var fjör, og við vitum að það verður ekki síðra í Keflavík !!

Áfram KFÍ. Nánar

KFÍ treyjurnar komnar til sölu.

Körfubolti | 01.03.2010 Góðir félagar og stuðningfólk. Nú eru KFÍ treyjurnar komnar til sölu og er hægt að panta á gaui@kfi.is og gef ég þá frekari upplýsingar. Verð á treyjunum er aðeins 5000.- Isk :) Koma svo og panta sér treyju og koma í henni á leikinn gegn Ármanni 12 mars þar sem við tökum við bikarnum !! Nánar

Sigur gegn Stjörnunni í drengjaflokki

Körfubolti | 01.03.2010
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.
Gummi var stigahæstur í leiknum með 20 stig.
Piltarnir í drengjaflokki unnu nokkuð öruggan sigur gegn Stjörnunni, lokatölur 66-58.

Stjörnumenn skoruðu fyrstu körfu leiksins en KFÍ svarar með 7 stigum í röð og hélt forystunni út leikinn.  Við náðum aldrei að hrista Stjörnumennina almennilega af okkur en þeir börðust vel og hengu alltaf inni í leiknum.  Staðan eftir fyrsta fjórðung 15-12, 33-27 í hálfleik, 50-39 eftir þriðja og vorum við komnir í 17 stiga forystu um miðjan 4. fjórðung.  Þá tóku Stjörnumen aðeins við sér og löguðu stöðunu og enduðu leikar 66-58 eins og áður segir. Nánar

KFÍ 1. deildarmeistarar!

Körfubolti | 28.02.2010
Flaggað - Deildarmeistarar 2010
Flaggað - Deildarmeistarar 2010
1 af 8

KFÍ tryggði sér 1.deildartitilinn með öruggum sigri á ÍA, 112-58 og eru því komnir upp í Iceland Express deildina.

Það var ljóst frá byrjun að KFÍ ætlaði sér að tryggja sér sætið í kvöld. Þeir komu ákveðnir til leiks og eftir smá hikst í byrjun þá fór staðan úr 8-4 í 16-4 og var Craig að stjórna leiknum eins herforingi. KFÍ skipti ört og voru þeir sem komu inn tilbúnir í að spila stífa vörn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 30-15.

Nánar

KFÍ-ÍA á sunnudagskvöld 28. febrúar

Körfubolti | 25.02.2010
,,Já við getum
,,Já við getum" :)
Á sunnudagskvöldið n.k. koma strákarnir frá ÍA í heimsókn og er leikurinn gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið. Ef KFÍ sigrar í leiknum þá erum við búnir að tryggja okkur sæti Í Iceland Express  deildinni næsta vetur. Á sama tíma er hver leikur fyrir ÍA mikilvægur þar sem þeir eru að reyna að halda sér uppi í 1. deild, en ÍA og Ármann berjast um fallið niður með Hrunamönnum. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu fyrir þá sem ekki komast á leikinn. Nánar