Fréttir - Körfubolti

Körfuboltakrílin klára veturinn

Körfubolti | 26.04.2018
Flottu körfuboltakrakkarnir í Krílakörfu Kkd. Vestra ásamt þjálfurunum Ingimari Aroni Baldurssyni og Helgu Salóme Ingimarsdóttur á lokaæfingu vetrarins.
Flottu körfuboltakrakkarnir í Krílakörfu Kkd. Vestra ásamt þjálfurunum Ingimari Aroni Baldurssyni og Helgu Salóme Ingimarsdóttur á lokaæfingu vetrarins.

Í gær var heldur betur handagangur í öskjunni þegar síðasta æfing vetrarins hjá Krílakörfunni svokölluðu var haldin. 

Nánar

Helena og Friðrik valin í lokahóp U15 landsliðanna

Körfubolti | 25.04.2018
Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson voru valin í U-15 landslið stúlkna og drengja.
Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson voru valin í U-15 landslið stúlkna og drengja.

Tveir iðkendur Körfuknattleiksdeildar Vestra hafa verið valdir í lokahóp U15 ára landsliða KKÍ fyrir sumarið 2018. Það eru þau Helena Haraldsdóttir og Friðrik Heiðar Vignisson.

Nánar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar 2018

Körfubolti | 21.04.2018
Meistaraflokkur Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2017-2018 ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjalfara.
Meistaraflokkur Körfuknattleiksdeildar Vestra veturinn 2017-2018 ásamt Yngva Gunnlaugssyni þjalfara.

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2018 verður haldinn sunnudaginn 29. apríl. Fundurinn fer fram í félagsheimili Vestra (Vallarhúsinu á Torfnesi) og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn.

Nánar

Flaggskipið í úrslit 3. deildarinnar

Körfubolti | 11.04.2018
Síðasti stórleikur tímabilsins.
Síðasti stórleikur tímabilsins.

B-lið Vestra, betur þekkt sem Flaggskipið, mætir heimabæjarliði forseta lýðveldisins, Álftanesi, í úrslitaleik 3. deildarinnar næstkomandi laugardag í Musterinu í Bolungarvík.

Nánar

Lokahóf í körfunni

Körfubolti | 09.04.2018
Verðlaunahafarnir f.v.: Ingimar Aron Baldursson, Nebojsa Knezevic, Nemanja Knezevic, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Björn Ásgeir Ásgeirsson.
Verðlaunahafarnir f.v.: Ingimar Aron Baldursson, Nebojsa Knezevic, Nemanja Knezevic, Gunnlaugur Gunnlaugsson og Björn Ásgeir Ásgeirsson.
1 af 2

Síðastliðinn föstudag var lokahóf meistaraflokks Körfuknattleiksdeildar Vestra haldið á Hótel Ísafirði. Á lokahófinu komu saman leikmenn, þjálfarar, stjórn deildarinnar og stjórn Barna- og unglingaráðs ásamt fleirum sem komið hafa að starfi liðsins í vetur. Það var létt yfir fólki enda náðust sett markmið fyrir tímabilið og full ástæða til að líta yfir farinn veg og gleðjast yfir árangrinum.

Nánar

Hilmir og Hugi valdir í U-16 landsliðið

Körfubolti | 05.04.2018
Hugi t.v. og Hilmir t.h. með U-15 landsliði drengja í Danmörku síðastliðið sumar.
Hugi t.v. og Hilmir t.h. með U-15 landsliði drengja í Danmörku síðastliðið sumar.

Skömmu fyrir páska var tilkynnt um lokahóp U-16 landsliðs Íslands í körfubolta drengja. Vestri á tvo leikmenn í þessum hópi en það eru tvíburarnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir. Frábær árangur hjá þeim bræðrum en þeir tóku einnig þátt í verkefnum með U-15 landsliðinu á síðasta ári.

Nánar

Lönduðu 5. sæti á Scania Cup 2018

Körfubolti | 04.04.2018
Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, varð í 5. sæti í sínum árgangi á Scania Cup 2018 í Svíþjóð sem fram fór um páskana.
Vestramenn, sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms, varð í 5. sæti í sínum árgangi á Scania Cup 2018 í Svíþjóð sem fram fór um páskana.
1 af 2

Sameiginlegt lið Vestra og Skallagríms í 10. flokki drengja í körfubolta tryggði sér 5. sætið á Scania Cup mótinu sem fram fór í Södertalje í Svíþjóð um páskana. Scania Cup er boðsmót félagsliða og þar taka þátt afar sterk lið frá öllum Norðurlöndunum, bæði stúlkna- og drengjalið. Alls tóku 156 lið þátt í mótinu í ár þar af 12 íslensk í ýmsum aldurshópum. Þetta er í fyrsta sinn sem liði frá Ísafirði er boðið til keppni á Scania Cup.

Nánar

Yngvi, Nebojsa og Nemanja áfram með Vestra

Körfubolti | 28.03.2018
Í dymbilvikunni var gengið frá samkomulagi við Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic um að leika áfram með Vestra og Yngvi Gunnlaugssonstýrir liðnu áfram. Frá vinstir: Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari, Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs, Nebojsa Knezevic, Nemanja Knezevic og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.
Í dymbilvikunni var gengið frá samkomulagi við Nebojsa Knezevic og Nemanja Knezevic um að leika áfram með Vestra og Yngvi Gunnlaugssonstýrir liðnu áfram. Frá vinstir: Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari, Birna Lárusdóttir, formaður Barna- og unglingaráðs, Nebojsa Knezevic, Nemanja Knezevic og Ingólfur Þorleifsson formaður Kkd Vestra.

Um síðustu helgi lauk keppnistímabilinu hjá meistaraflokki Vestra. Þótt ákveðin vonbrigði hafi verið að falla úr leik í undanúrslitum getur liðið og allir sem að því standa verið sátt við árangurinn. Aðalmarkmiðin sem stefnt var að fyrir tímabilið náðust og liðið spilaði lengst um frábærlega. Það er því full ástæða til að líta björtum augum til framtíðar og halda uppbyggingarstarfinu áfram.

Nánar

Flaggskipið kafsigldi Eyjar og Álftanes

Körfubolti | 26.03.2018
Hópurinn á móti Álftanesi
Hópurinn á móti Álftanesi
1 af 3

B-lið Vestra, betur þekkt sem Flaggskipið, hélt áfram sigurgöngu sinni í 3. deild karla á helginni er það mætti ÍBV og Álftanesi suður með sjó.

Nánar

Páskaeggjamót Vestra og Nóa Siríusar

Körfubolti | 26.03.2018

 Hið árlega páskaeggjamót Vestra og Nóa Siríus  í körrfubolta fer fram venju samkvæmt á Skírdag.

Yngri iðkendur hefja leik kl. 10.30 en fullorðnir kl. 12.00.

 

Nánar