Fréttir - Körfubolti

Nemanja Knezevic endurnýjar samning sinn við Vestra

Körfubolti | 17.07.2021
Fyrirliðinn Nemanja Knezevic tekur við viðurkenningu úr hendi Hannesar formanns KKÍ þegar Vestri tryggði sæti í úrvalsdeildinni. Ljósmynd: Anna Ingimars.
Fyrirliðinn Nemanja Knezevic tekur við viðurkenningu úr hendi Hannesar formanns KKÍ þegar Vestri tryggði sæti í úrvalsdeildinni. Ljósmynd: Anna Ingimars.

Miðherjinn Nemanja Knezevic hefur endurnýjað samning sinn við Vestra og tekur því slaginn með liðinu í úrvalsdeild á komandi tímabili.

Nánar

Vestri semur við Dimitris Zacharias

Körfubolti | 16.07.2021
Dimitris Zacharias hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá Körfuknattleiksdeild Vestra.
Dimitris Zacharias hefur verið ráðinn sem þjálfari hjá Körfuknattleiksdeild Vestra.
1 af 3

Gríski þjálfarinn Dimitris Zacharias og Körfuknattleiksdeild Vestra hafa komist að samkomulagi um að hann þjálfi hjá félaginu á komandi leiktíð.

Nánar

Pétur Már áfram með Vestra

Körfubolti | 14.07.2021
Pétur Már Sigurðsson og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra handsala samkomulagið.
Pétur Már Sigurðsson og Ingólfur Þorleifsson, formaður Kkd. Vestra handsala samkomulagið.

Skömmu eftir að Vestri tryggði sér sæti í úrvalsdeild í síðasta mánuði komust Körfuknttleiksdeild Vestra og Pétur Már Sigurðsson að samkomulagi um að hann verði áfram í herbúðum Vestra.

Nánar

Hilmir og Hugi taka slaginn með Vestra

Körfubolti | 06.07.2021
Ljósmyndir: Anna Ingimars.
Ljósmyndir: Anna Ingimars.

Hilmir og Hugi Hallgrímssynir hafa samið við Vestra um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á komandi tímabili. Þeir bræður voru lykilmenn í liðinu seinnihluta síðasta tímabils og áttu stóran þátt í því að tryggja sæti í úrvalseildinni í vor.

Nánar

Leikur tvö í einvígi um sæti í úrvalsdeild

Körfubolti | 04.06.2021

Vestri tekur á móti Hamri frá Hveragerði í öðrum leik liðanna um laust sæti í Dominosdeild karla á laugardaginn kl. 19:15. Hamarsmenn leiða einvígið eftir sigur í fyrsta leik á heimavelli en sigra þarf þrjá leiki.

Stuðningur áhorfenda getur skipt sköpum í baráttunni og hvetjum við alla til að mæta og styðja strákana. Loksins verða Vestraborgarar aftur á boðstólnum fyrir leik. Grillið verður orðið heitt um kl. 18:30.

Nánar

Undanúrslitin hefjast í kvöld

Körfubolti | 17.05.2021

Í kvöld hefst viðureign Vestra og Skallagríms í undanúrslitum fyrstu deildar karla. Vestri er með heimavallarrétt og því fer leikurinn fram hér á Ísafirði og hefst kl. 19:15.

Nánar

Úrslitakeppnin, síðasti deildarleikur og fjölliðamót

Körfubolti | 07.05.2021

Risastór körfuboltahelgi er framundan á Ísafirði. Meistaraflokkur karla leikur sinn fyrsta leik í úrslitum 1. deildar þegar liðið mætir Fjölni í 8-liða úrslitum á laugardaginn kl. 15. Meistaraflokkur kvenna leikur svo strax í kjölfarið sinn síðasta deildarleik, kl. 18:00,  þegar Ármenningar koma í heimsókn en úrslitakeppnin hjá stelpunum hefst svo í næstu viku. Að lokum er rétt að nefna að fjölliðamót í 7. fokki stúlkna fer einnig fram um helgina í íþróttahúsinu á Torfnesi á laugardags- og sunnudagsmorgun.

Nánar

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 02.05.2021

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2021 verður haldinn sunnudaginn 9. maí. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 17:00. 

Nánar

Vestri mætir Tindastóli í fyrstu deild kvenna

Körfubolti | 30.04.2021

Meistaraflokkur kvenna tekur á móti Tindastól í 1. deild, laugardaginn 1. maí, kl. 15:00. Takmarkaður fjöldi áhorfenda er leyfður vegna sóttvarnarráðstafana. Miðasala á Stubbi fyrir fullorðna og ókeypis fyrir börn í fylgd með fullorðnum sem fædd eru 2005 og síðar.

Nánar

Tveir heimaleikir

Körfubolti | 22.04.2021

Meistaraflokkur karla tekur á móti Skallagrími í 1. deild karla á morgun föstudag og meistaraflokkur kvenna tekur á móti Njarðvík á laugardag. Á mánudagskvöld á meistaraflokkur karla einnig heimaleik gegn Hamri.

Nánar