Mánudaginn 21. nóvember 2016, frá klukkan 16-20, fer fram mátun og sala á æfingagöllum og öðrum íþróttabúnaði fyrir Íþróttafélagið Vestra. Mátunin fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi. Vörurnar eru frá Jako og spanna allt frá sokkum yfir í heila æfingagalla.
NánarFöstudaginn 18. nóvember kl. 20:30 ætlum við að hittast í Skúrnum við Húsið og setja formlega af stað getraunaleik Vestra veturinn 2016/17.
NánarMikilvægt er fyrir alla aðila sem hyggjast halda úti vefsíðum að eiga góð lén. Þegar íþróttafélagið Vestri var stofnað kom í ljós að lénið vestri.is var þegar í notkun og hafði verið um langt skeið.
NánarNý vefsíða íþróttafélagsins Vestra hefur nú verið formlega opnuð undir léninu vestri.is.
NánarNú liggja niðurstöður búningakosningarinnar fyrir. Búningur nr. 1 hlaut 51% atkvæða, nr. 2 (blái og hvíti) 40% og nr. 3 (blái og svarti) 9%.
Þetta er því framtíðarbúningur Vestra.
NánarNú þegar liðinn er rúmur mánuður frá stofnun íþróttafélagsins Vestra hefur aðalstjórn félagsins haldið þrjá stjórnarfundi.
NánarLaugardaginn 16. janúar 2016 var íþróttafélagið Vestri formlega stofnað. Með stofnun Vestra sameinast Boltafélag Ísafjarðar, Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Sundfélagið Vestri og Blakfélagið Skellur í eitt stórt fjölgreinafélag.
Nánar