Fréttir - Körfubolti

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Stundatafla

Körfubolti | 06.06.2009
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008
Ratko stjórnar sýnikennslu í Serbíu 2008

Nú styttist heldur betur í það að æfingabúðirnar hefjist en fyrsta æfing er á morgun (sunnudag) kl. 09:30 í íþróttahúsinu á Torfnesi. Þátttakendur eiga að vera mættir tímanlega og hitta þjálfara.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið!

Körfubolti | 06.06.2009
Vegabréfseftirlitið í öllu sínu veldi!
Vegabréfseftirlitið í öllu sínu veldi!

Það er orðið ljóst að ekkert verður af komu Ratko Joksic að þessu sinni. Hann lenti í vandræðum við vegabréfsskoðun í Belgrad á fimmtudaginn og varð frá að hverfa. Landvistarleyfið var ekki gilt fyrr en daginn eftir og það stöðvaði för hans. Þrátt fyrir góðan vilja, er ekki hægt að koma honum í tíma fyrir búðirnar.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Þjálfarar á ferð og flugi!

Körfubolti | 05.06.2009
Ratko Joksic
Ratko Joksic

Í gær tafðist Ratko Joksic vegna vandamála við vegabréfsáritun, sem hann fékk í Moskvu. Þetta varð til þess að hann komst ekki með flugvél frá Belgrad. Það er verið að vinna í því hvort hann geti komist með flugi á morgun (laugardag) og verðum við að vona það besta. Aðrir eru mættir og allt að verða tilbúið.

Nánar

Körfuboltabúðir KFÍ 2009 - Gistirými að fyllast!

Körfubolti | 03.06.2009
KFÍ og Ísafjörður eru tilbúin!
KFÍ og Ísafjörður eru tilbúin!

Nú er handagangur í öskjunum og skráning stendur sem hæst og gengur bara nokkuð vel. Helsta vandamálið er að gistirýmin sem við höfðum gert ráð fyrir í síðustu viku eru að fyllast!

Ekki er ástæða til þess að örvænta því við getum tekið við fleiri bókunum. Æskilegt er þó að þær berist í síðasta lagi á morgun, svo hægt verði að undirbúa fleiri herbergi, ef til þess kemur.

Þjálfararnir lenda í Keflavík á morgun og koma til Ísafjarðar síðar um daginn og fyrstu gestir æfingabúðanna á laugardaginn. Mikil tilhlökkun í loftinu og KFÍ mun sýna víðfræga gestrisni sína í verki á næstu dögum.

Nánar

Óhætt að skjóta hvítabirni?

Körfubolti | 20.11.2008
Er nauðsynlegt að skjóta þá?
Er nauðsynlegt að skjóta þá?

Svo spyr mbl.is í frétt í dag og er það eftir að enn einn sérfræðingahópurinn skilaði skýrslu sinni. Þar eru vígin á isbjörnunum fyrr á þessu ári réttlætt með einhverjum stofnstærðarmörkum. KFÍ hefur áður lýst áhyggjum sínum af því hvert stefnir með þessi mál og hefur sérstaklega áhyggjur af öryggi lukkudýrsins okkar, en ekkert hefur af því spurst s.l. misseri. Við spyrjum því: er nauðsynlegt að skjóta þá?

Nánar

KFÍ mótmælir drápi lukkudýrs félagsins!

Körfubolti | 07.06.2008
Það var alíslenskt byrjunarlið sem tók 2ja stiga skot á tvífara lukkudýrs KFÍ.
Það var alíslenskt byrjunarlið sem tók 2ja stiga skot á tvífara lukkudýrs KFÍ.

KFÍ harmar að nauðsynlegt hafi verið að fella ísbjörninn í Skagafirði fyrr í vikunni. Spyr KFÍ hvort ekki hefði mátt þyrma lífi bangsa?

Nánar

Epson deildin 2000-2001: KFÍ

Körfubolti | 26.09.2000

Við mætum með gjörbreytt lið frá því í fyrra. Liðið missti eftir síðasta tímabil þá Tómas Hermannsson, Halldór Kristmannsson, Þórð Jensson og Pétur Má Sigurðsson auk þriggja útlendinga sem voru hjá liðinu.

Nánar

1. deild kvenna 2000-2001: KFÍ

Körfubolti | 25.09.2000

Kvennalið KFÍ tók í fyrsta skiptið þátt í efstu deild síðasta vetur og vann þá hug og hjörtu stuðningsmanna KFÍ, með góðum árangri.

Nánar