Fréttir

Íþróttafólk ársins í Bolungarvík og Ísafjarðarbæ 2023

Knattspyrna | 14.01.2024

Í gær, laugardag 13. janúar fór fram val á íþróttamanni ársins 2023 í Ísafjarðarbæ og Bolungarvík.

Elmar Atli Garðarsson var valinn íþróttamaður ársins í Ísafjarðarbæ eins og greint var frá hér á síðunni í gær og óskum við honum enn og aftur til hamingju með nafnbótina.

Einnig frá knattspyrnudeild Vestra voru tilnefnd til íþróttmanns ársins þau Gustav Kjeldsen og Sigrún Betanía Kristjánsdóttir í Ísafjarðarbæ og Guðmundur Páll Einarsson í Bolungarvík. 

Þau eins og Elmar Atli eru sannarlega vel að tilnefningu sinni komin og óskum við þeim til hamingju með þær. 

Knattspyrnudeild Vestra tilnefndi einnig þau Patrek Bjarna Snorrason og Svölu Katrínu Birkisdóttur til efnilegasta íþróttmanns ársins í Ísafjarðarbæ.

Þau hlutu ekki nafnbótina en eru sannarlega vel að tilnefningu sinni komin og óskum við þeim til hamingju með þær.

Gustav Kjeldsen átti frábært tímabil með Vestra á síðasta ári.  Eins og greint var frá í gær er hann nú að fást við alvarleg meiðsli og óskum við honum alls hins besta í sínum bata.

Sigrún Betanía og Svala Katrín eru leikmenn meistaraflokks kvenna hjá knattspyrnudeild Vestra sem hleypt var af stokkunum nú í haust.  Verður virkilega gaman að fylgjast með þeim og félögum þeirra í liðinu sumar enda virkilega efnilegar knattspyrnukonur þar á ferð.

Patrekur Bjarni og Guðmundur Páll eiga að sama skapi framtíðina fyrir sér ef frá heldur sem horfir. Virkilega metnaðafullir og flottir leikmenn.

 

ÁFRAM VESTRI!

 

Deila