Fréttir - Knattspyrna

Færin og mörkin frá Selfossi

Knattspyrna | 03.09.2011 Nánar

Upphafið: Tímabilið 2006 og 2007

Knattspyrna | 30.08.2011 Ef leitað er eftir nafni BÍ/Bolungarvíkur í eldri fyrirsögnum á vef fotbolta.net má finna ansi skemmtilegar fréttir um liðið á síðustu árum. Sumar góðar ásamt nokkrum vafasömum sem birtust þegar liðið lék í þriðju deild. Bibol.is ætlar að birta stutt ágrip af bráðskemmtilegri sögu félagsins sem telur sjötta tímabilið í dag.
Nánar

Atli Guðjónsson með sigurmark gegn Þrótti

Knattspyrna | 28.08.2011

BÍ/Bolungarvík 1-2 Þróttur
0-1 Sveinbjörn Jónasson (´9)
1-1 Kevin Brown (´45)
2-1 Atli Guðjónsson (´58)

BÍ/Bolungarvík og Þróttur höfðu mæst tvisvar áður í sumar fyrir leikinn í dag, einu sinni í deild og einu sinni í bikar. Þróttarar voru slegnir út í 8-liða úrslitum af BÍ/Bolungarvík en liðin skyldu jöfn þegar Vestfirðingarnir komu í heimsókn í Laugardalinn. Bæði lið eygðu von um að vinna sér sæti í efstu deild en ekki mátti þó mikið út af bregða og því ljóst að bæði lið myndu selja sig dýrt. Það voru þó gestirnir sem mættu miklu ákveðnari til leiks og tóku stjórnina frá byrjun.

Nánar

Næsti leikur gegn Þrótti

Knattspyrna | 25.08.2011 Minnum á næsta leik í deildinni en það er heimaleikur gegn Þrótti á laugardaginn. Leikurinn hefst kl. 15:30 á Torfnesvelli... Nánar

Mörkin og færin úr HK-leiknum

Knattspyrna | 21.08.2011 Nánar

Góður heimasigur á Leikni R.

Knattspyrna | 17.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 0 Leiknir R.
1-0 Tomi Ameobi ('41, víti)

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur mættu fullir sjálfstrausts til leiks í kvöld eftir að hafa eyðilagt Pepsideildarfagnaðarlæti Skagamanna á laugardaginn síðastliðinn. Gestirnir vermdu hins vegar næst neðsta sætið fyrir leik kvöldsins og ætluðu því ekki að selja sig ódýrt í þessum leik. Guðjón Þórðarson þjálfari heimamanna gerði eina breytingu á sínu liði frá ÍA leiknum en Gunnar Már Elíasson fyrirliði kom inn í liðið eftir að hafa verið í leikbanni í stað Nicky Deverdics sem ekki gat verið með í kvöld af persónulegum ástæðum. Nánar

Þægilegur sigur á Akranesi

Knattspyrna | 13.08.2011 ÍA 1 - 2 BÍ/Bolungarvík
0-1 Tomi Ameobi ('26)
1-1 Ólafur Valur Valdimarsson ('39)
1-2 Tomi Ameobi ('84)
Rautt spjald: Gary Martin, ÍA ('74)

Það átti heldur betur að slá til veislu á Akranesi í kvöld þegar ÍA ætlaði að tryggja sér sæti í efstu deild að nýju í frábæru veðri fyrir framan mikinn fjölda áhorfenda á Akranesvelli. Liðið þurfti aðeins eitt stig úr leiknum til að tryggja úrvalsdeildarsæti. Nánar

Jafntefli gegn Gróttu

Knattspyrna | 06.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 1 Grótta
0-1 Jónmundur Grétarsson (Víti)
1-1 Tomi Ameobi

BÍ/Bolungarvík og Grótta gerðu 1-1 jafntefli í dag á Torfnesvelli. Gestirnir frá Seltjarnarnesi komust yfir í fyrri hálfleik þegar Jónmundur Grétarsson skoraði úr vítaspyrnu en hann kom til Gróttu frá BÍ/Bolungarvík í síðasta mánuði. Þegar nokkrar mínútu voru eftir af venjulegum leiktíma náði Tomi Ameobi síðan að jafna 1-1 og það urðu lokatölurnar. Einnig áttum við skalla sem var varinn í slá og tvö önnur algjör dauðafæri ásamt nokrum mjög góðum sénsum. Við vorum töluvert betri aðilinn en inn vildi boltinn ekki fara og því svekkjandi jafntefli staðreynd. Næsti leikur er á föstudaginn á Akranesi gegn ÍA.

Frétt um leikinn í íþróttafréttum á RÚV Nánar

Tronmedia í sumarfrí

Knattspyrna | 04.08.2011 Því miður verður ekki hægt að sýna frá næstu tveim heimaleikjum liðsins beint á netinu. Þetta eru leikir gegn Gróttu og Leiknir Reykjavík. Nánar

BÍ/Bolungarvík úr leik í bikarnum

Knattspyrna | 02.08.2011 BÍ/Bolungarvík 1 - 4 KR
0-1 Baldur Sigurðsson ('37)
1-1 Gunnar Már Elíasson ('43)
1-2 Baldur Sigurðsson ('80)
1-3 Grétar Sigfinnur Sigurðarson ('83)
1-4 Gunnar Örn Jónsson ('91)

BÍ/Bolungarvík tók á móti KR í undanúrslitum bikarkeppni karla í fótbolta, Valitor-bikarsins, á Torfnesvelli á Ísafirði klukkan 16.00. KR sigraði 4:1 en staðan í hálfleik var 1:1 og raunar fram á 80. mínútu. KR mætir Þór frá Akureyri í úrslitaleiknum. Gunnar Már Elíasson skoraði okkar mark með þrumufleyg á 43. mínútu. Nánar