Fréttir - Knattspyrna

8. flokkur fer í reisu

Knattspyrna | 01.04.2011 á morgun, laugardaginn 2. apríl ætlum við í 8. flokki að heimsækja vini okkar og félaga í sama flokki í Bolungavík. Mæting í Bolungavík er í iþróttahúsið þar kl. 10 stundvíslega og munum við taka æfinguna þar. Henni lýkur um kl. 11 og er þá tilvalið að fara með fjölskylduna í sund í Vikinni enda afar góð laug þar og mögulega verður rennibrautin í gangi ef vel viðrar.

Sjáumst hress!

Svavar Nánar

Tap gegn FH

Knattspyrna | 28.03.2011 BÍ/Bolungarvík 1-5 FH
1-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('2)
1-1 Matthías Vilhjálmsson ('20, víti)
1-2 Matthías Vilhjálmsson ('33)
1-3 Emil Pálsson ('77)
1-4 Gunnar Kristjánsson ('83, víti)
1-5 Gunnar Sigurðsson ('90, víti)

BÍ/Bolungarvík tók á móti bikarmeisturum FH á sunnudaginn síðasta. Leikið var að Ásvöllum í Hafnarfirði í fínu veðri þó að aðstæður við völlinn hefðu mátt vera betri. Línuvörður leiksins þurfti að moka frá hliðarlínunni fyrir leik. Aco Pandurevic spilaði sinn fyrsta mótsleik en hann var nýkominn til landsins. Hjá okkur vantaði Goran, Zoran, Jónmund og Birki. Nánar

Aco Pandurevic í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 25.03.2011 BÍ/Bolungarvík hefur samið við serbneska hægri bakvörðinn Aco Pandurevic. Pandurevic, sem er 29 ára gamall, getur einnig leikið á kantinum og í vinstri bakverði.

Pandurevic lék í fyrra með Sumadija Jagnjilo í heimalandi sínu en þar áður spilaði hann í fimm ár í Færeyjum. Fyrst lék Pandurevic með VB/Sumba í tvö ár áður en hann fór til NSI Runavik þar sem hann var í þrjú ár. Nánar

Icelandic Iberica styrkir BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 25.03.2011 BÍ/Bolungarvík og Icelandic Iberica skrifuðu í gær undir styrktarsamning sín á milli. Icelandic mun styrkja BÍ/Bolungarvík næstu þrjú árin ásamt því að keppnisbúningar liðsins munu bera þeirra merki. Magnús Pálmi Örnólfsson, framkvæmdarstjóri BÍ/Bolungarvíkur, skrifaði undir samninginn ásamt Hjörleifi Ásgeirssyni og Óskari Karlssyni frá Icelandic.

Icelandic Iberica er milliliður með kaup og sölur á fiskafurðum og eru vestfirðir eitt af þeirra mikilvægasta svæði í kaupum á léttsöltuðum fiski.

Stjórn BÍ/Bolungarvíkur er gríðarlega ánægð með fá þennan öfluga bakhjarl til liðs við okkur næstu þrjú árin. Samningurinn mun klárlega styðja við það öfluga starf sem unnið hefur verið og aðstoða okkur á komandi tímabilum. Nánar

Grindavík - BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 21.03.2011 Grindavík 2-0  BÍ/Bolungarvík
1-0 Michal Pospisil '37
2-0 Matthías Friðriksson '79

Byrjunarliðið:
Þórður - Sigurgeir, Atli, Ondo, Sigþór - Haffi, Gunnar, Colin, Alexander, Sölvi - Andri
Varamenn:
Ásgeir, Matti, Birkir, Jónmundur, Óttar og Nikulás Nánar

BÍ/Bolungarvík á stuðningsmannasíðu Selfyssinga

Knattspyrna | 19.03.2011 Sjónarmið andstæðinganna er tekið fyrir á stuðningsmannasíðu Selfoss. Undirritaður fékk nokkrar spurningar sem brunnu á vörum Selfyssinga.

Sjónarmið andstæðinganna: BÍ/Bolungarvík Nánar

Fjórða umferð Lengjubikarsins

Knattspyrna | 18.03.2011 Minnum á leikinn BÍ/Bolungarvík - Grindavík kl.14 á laugardaginn í Reykjaneshöll Nánar

Góður sigur gegn Stjörnunni

Knattspyrna | 14.03.2011 Stjarnan 1-3 BÍ/Bolungarvík
0-1 Andri Rúnar Bjarnason
0-2 Colin Marshall
1-2 Baldvin Sturluson (víti)
1-3 Óttar Kristinn Bjarnason

BÍ/Bolungarvík mætti Stjörnunni í þriðju umferð Lengjubikarsins síðastliðinn laugardag. Leikurinn fór fram í Reykjaneshöllinni. Áður höfðum við sigrað Hauka en tapað síðasta leik gegn Fylki 0-1. Stjarnan tapaði einnig gegn ÍR, 4-3 í umferðinni á undan. Í lið okkar vantaði Birki, Goran og Zoran ásamt því að 1-2 leikmenn á bekknum hafa verið að jafna sig af meiðslum.
Nánar

Zoran Stamenic í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 10.03.2011 BÍ/Bolungarvík hefur fengið varnarmanninn Zoran Stamenic til liðs við sig. Þessi 33 ára gamli Serbi þekkir vel til á Íslandi því hann spilaði með Grindavík 2008 og 2009. Stamenic var fastamaður í liðinu þar en í fyrra spilaði hann í Noregi. Samtals spilaði Stamenic 40 leiki með Grindvíkingum og skoraði í þeim þrjú mörk.

Stamenic er annar leikmaðurinn sem BÍ/Bolungarvík fær á tveimur dögum en í gær kom skoski miðjumaðurinn Colin Marshall til félagsins. Nánar

Hvaða markmenn verða í U21 í sumar?

Knattspyrna | 10.03.2011 Þórður Ingason, aðalmarkvörður BÍ/Bolungarvíkur, er nefndur í pistli á fotbolti.net í dag. Þar er rætt um þá markmenn sem eiga möguleika á að vera í hópnum hjá U21 liðinu í sumar þegar það tekur í fyrsta sinn þátt í lokakeppni á stórmóti. Pistilin má lesa í heild sinni hérna Nánar