Fréttir - Knattspyrna

Colin Marshall til BÍ/Bolungarvíkur

Knattspyrna | 09.03.2011

Fréttin tekin af fotbolti.net:
BÍ/Bolungarvík hefur samið við skoska miðjumaninn Colin Marshall sem var á reynslu hjá liðinu í síðustu viku. Marshall, sem er 26 ára, lék síðast með Crevillente Deportivo í spænsku þriðju deildinni.

,,Við erum fyrst og fremst að breikka hópinn og styrkja þessa stöðu,"
sagði Guðjón Þórðarson þjálfari BÍ/Bolungarvíkur í samtali við Fótbolta.net.

,,Hann er mjög lipur spilari og rólegur og yfirvegaður á boltann. Þetta er maður sem getur haldið boltanum og spilað honum og hann dregur aðra inn í spilið líka."

Marshall lék með Aston Villa á yngri árum og hann vann meðal annars bikakeppni unglingaliða með liðinu árið 2002. Síðan þá hefur Marshall leikið með Clyde, St. Johnstone, Falkirk, Airdrie United, Stranraer, Dundee, Forfar og Tiverton Town í heimalandi sínu. Talsverðar breytingar hafa verið hjá BÍ/Bolungarvík í vetur en möguleiki er á að fleiri leikmenn komi til félagsins.

,,Við erum ennþá með tiltölulega fámennan hóp og þetta eru 15-16 leikmenn sem við erum með. Það gætu dottið inn einhverjir í viðbót, það er ekkert útilokað í þeim efnum," sagði Guðjón.

Frétt frá Fótbolta.net. Sjá alla fréttina: http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=105307#ixzz1G6wPTeae

Nánar

Leikur á laugardaginn

Knattspyrna | 08.03.2011 Við minnum fólk á þriðju umferðina í Lengjubikarnum á laugardaginn þar sem BÍ/Bolungarvík tekur á móti Stjörnunni í Reykjaneshöllinni.

Anton Eðvarð Kristensen tók mjög glæsilegar myndir af leiknum gegn Fylki um daginn. Hægt er að skoða þær á hér á Facebook. Nánar

2. og 4.flokkur spiluðu æfingaleiki í Reykjavík

Knattspyrna | 01.03.2011 Strákarnir í 2. og 4.flokki fóru saman í æfingaferð til Reykjavíkur helgina 18.-20.febrúar sl. 2.flokkur spilaði tvo æfingaleiki í þessari ferð. Á laugardeginum spiluðu strákarnir við Fjölni og var þessi leikur spilaður í miklu roki, og tapaðist 4-0. Á sunnudeginum spiluðu strákarnir svo við Hamar frá Hveragerði og endaði leikurinn 3-3. Markaskorarar í þessum leik voru Matthias Kroknes og svo skoraði Þorgeir Jónsson 2 mörk.
4.flokkur fór með 2 lið, og spiluðu bæði liðin 2 leiki. Á laugardeginum spiluðu bæði liðin við Leikni og töpuðust báðir leikirnir. Strákarnir voru frekar ryðgaðir til að byrja með enda fyrstu leikir vetrarins, en það lagaðist þegar leið á leikina. Strákarnir sýndu fínt spil á köflum, en náðu ekki að halda leikina út.
Á sunnudeginum spiluðu bæði liðin við Gróttu og töpuðust einnig báðir leikirnir. Eins og í fyrri leikjunum sást mjög gott spil og barátta á köflum, en ekki náðu þeir að halda því út leikina. Strákarnir eru á góðri leið og er næsta verkefni þeirra Greifamót KA helgina 18.-20.mars. Nánar

Stelpurnar í 4.flokki gerðu góða ferð norður

Knattspyrna | 01.03.2011 Stelpurnar í 4.flokki gerðu góða ferð til Akureyrar helgina 4.-6.febrúar sl. Stelpurnar tóku þá þátt í Goðamóti Þórs og unnu 4 af 6 leikjum sínum á mótinu. Með þessum sigrum urðu þær sigurvegarar í b-úrslitum og þar að auki voru þær valdar prúðasta liðið á mótinu.

Úrslit liðsins:

KR - BÍ88         0-3
BÍ88 - FH         3-2
BÍ88 - Þór/KA   1-2
BÍ88 - Tindast.  1-4
Fjarðab. - BÍ88  3-3
KR - BÍ88          1-3 Nánar

Tap gegn Fylki, sigur gegn Haukum

Knattspyrna | 28.02.2011

BÍ/Bolungarvík 0-1 Fylkir
0-1 Rúrik Andri Þorfinnsson ('80)

BÍ/Bolungarvík tók á móti Fylki síðastliðinn laugardag í Egilshöll. Leikurinn var í Lengjubikarnum en var einnig minningarleikur um Brynjar Þór, fyrrverandi leikmann beggja liða. Goran og Óttar eru ennþá meiddir en Loic Ondo spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið eftir að hafa komið á láni frá Grindavík daginn áður.

Nánar

Komnir - Farnir (Uppfært)

Knattspyrna | 28.02.2011 Lið BÍ/Bolungarvíkur er mikið breytt frá því á síðasta tímabili þar sem stór hluti úr hópnum er horfin á braut í önnur verkefni. Stjórn liðsins leggur því mikið kapp á að styrkja lið fyrir komandi átök í 1. Deildinni í sumar.

Listinn er þannig skipaður
Nánar

Colin Marshall á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 28.02.2011 Skotinn Colin Marshall mun vera á reynslu hjá BÍ/Bolungarvík næstu daga. Colin er 26 ára gamall miðjumaður og lék síðast með Crevillente Deportivo í spænsku þriðju deildinni. Colin var í unglingakademíu Aston Villa og vann þar meðal annars bikarkeppni unglingaliða árið 2002.

Síðan þá hefur hann spilað með mörgum félögum - Clyde, St. Johnstone, Falkirk, Airdrie United, Stranraer, Dundee, Forfar og Tiverton Town í heimalandi sínu.

Marshall verður til skoðunar hjá BÍ/Bolungarvík næstu dagana og ef hann stendur sig vel er möguleiki á að hann leiki með liðinu í fyrstu deildinni í sumar.

Á vefnum má meðal annars finna feril Colins á Wikipedia ásamt grein úr vefmiðlinum "this is Exeter" þar sem Colin er á leið til Spánar og þakkar fyrrverandi félagi sínu, Tiverton Town, alla hjálpina við að koma ferli sínum á stað á nýjan leik


Nánar

Minningarleikur um Brynjar Þór

Knattspyrna | 25.02.2011 BÍ/Bolungarvík mætir Fylki í Lengjubikarnum á morgun kl. 15 í Egilshöll í Reykjavík. Leikurinn verður minningarleikur um Brynjar Þór Ingason sem lést 19. desember síðastliðinni, aðeins 21 árs gamall. Brynjar lék knattspyrnu bæði með BÍ og Fylki og er sárt saknað. Brynjar kom til Fylkis frá BÍ vorið 2007 og varð Íslandsmeistari með 2. flokki Fylkis sama ár. Hann var svo hjá Fylki til 2009 er hann gekk til liðs við Ísfirðinga að nýju.

Nánar

BÍ/Bolungarvík fær Loic Ondo að láni

Knattspyrna | 25.02.2011 BÍ/Bolungarvík hefur fengið varnarmanninn Loic Ondo á láni frá Grindavík en lánssamningurinn gildir út tímabilið.

Ondo gekk til liðs við Grindavík fyrir síðasta tímabil en hann kom við sögu í sautján leikjum í Pepsi-deildinni í fyrra.

Þessi tvítugi leikmaður kemur frá Gabon en hann lék í Frakklandi áður en hann samdi við Grindvíkinga.

Eldri bróðir Ondo er Gilles Mbang Ondo, framherji Stabæk, en hann var markahæsti leikmaðurinn í Pepsi-deildinni í fyrra þegar hann spilaði með Grindavík. Nánar

Fyrsti leikur í Lengjubikarnum

Knattspyrna | 21.02.2011 BÍ/Bolungarvík tók á móti Haukum síðastliðinn laugardag í Reykjaneshöllinni. Þetta var fyrsti leikur liðsins í Lengjubikarnum og fyrsta skiptið sem liðið leikur í A-deild Lengjubikarsins en sú deild samanstendur af 24 bestu liðum Íslands(Pepsi deild+1. deild). Haukarnir féllu úr Pepsi deildinni síðasta sumar þannig að liðin munu einnig mætast í sumar í 1. deildinni. Í liðið vantaði Goran og Óttar sem eru báðir meiddir. Goran er að jafna sig eftir slæm meiðsli í Lengjubikarnum í fyrra og síðan hafa smávægileg meiðsli verið að plaga Óttar undanfarið.

Byrjunarliðið var þannig skipað:
Þórður - Sigurgeir, Birkir, Atli, Sigþór - Haffi, Gunnar Már, Alexander - Sölvi, Ásgeir G. og Andri
Á varamannabekknum sátu Matti, Nikulás, Addi og Jónmundur Nánar