Fréttir - Körfubolti

KFÍ til Keflavíkur

Körfubolti | 03.03.2011
Ari er á leið suður !!
Ari er á leið suður !!
Meistaraflokkur karla hjá KFÍ er á leið suður til að spila gegn Keflavík og er leikurinn á föstudagskvöldið kl. 19.15. Hann átti að vera í fimmtudag en vegna slæms veður í borginni var ekki fært vestur.

Til þess að af leik yrði örugglega og vegna skyldna við leiki sem eru á laugardag hér fóru menn í að keyra suður.
Á laugardag er mfl. kvenna að spila gegn Val og hefst leikurinn kl. 12.00 á Jakanum.
Næst eru strákarnir í UMFB að spila gegn Patrek og hefst sá leikur í Bolungarvík kl. 15.00 og síðast en ekki síst eru strákarnir í drengjaflokk að spila gegn Haukum og er sá leikur á Jakanum kl. 17.00.


Þess má svo geta að lokum að rúmlega 40 manna/kvenna hópur af galvöskum minnibolta iðkendum og foreldrum er að fara á hið frábæra Nettómót sem Keflavík og Njarðvík halda saman og er tilhlökkunin alveg að bera fólk orfuliði.

Það er því nóg að gerast á stóru heimili KFÍ þessa dagana Nánar

Tveir sigrar gegn Hornfirðingum um helgina

Körfubolti | 27.02.2011 Eins og kemur fram í eldri fréttum fór drengjaflokkur suður til Reykjavíkur að spila 2 leiki gegn Sindra frá Hornafirði.  Fóru leikar þannig að KFÍ vann báða leikina, þann fyrri 80-68 og þann síðari 64-58.  Stigaskor og umfjöllun hér í meira: Nánar

Drengjaflokkur sigraði öðru sinni

Körfubolti | 27.02.2011
Strákarnir eru á leið heim
Strákarnir eru á leið heim
Strákarnir úr drengjaflokk kepptu í morgun gegn Sindra öðru sinni og tóku þeir leikinn aftur. Lokatölur 66-58. Frekari umfjöllun kemur þegar strákarnir koma vestur, en það var þó samdóma álit þeirra að Jói Friðriks hefði verið "nagli" leiksins og spilaði hann mjög vel.

Við viljum þakka KR kærlega fyrir alla þeirra hjálp. Án þeirra hefði þessi helgi ekki orðið að veruleika. Baldur, Hrafn, Finnur og co. TAKK

Áfram KFÍ Nánar

Hamingjuóskir til Guðna Ó. Guðnasonar

Körfubolti | 26.02.2011
Guðni er hér í neðri röð nr. 29
Guðni er hér í neðri röð nr. 29
KFÍ vill senda Guðna Ólafur Guðnasyni hjartans hamingjuóskir, en hann heldur upp á 75 ára afmæli sitt núna. Guðni er faðir Guðna Ólafur Guðnasonar okkar og afi Guðna Páls Guðnasonar.

Guðni "heldri" spilaði í langan tíma með ÍS og KR á átti farsælan feril þar. Hann spilaði meðal annars í fyrsta landsliði Íslands sem spilaði fyrir 52 árum síðan. Við vonum að þessi dagur verði góður, hann byrjaði ekki illa þar sem afabarnið átti sinn þátt í sigri í dag gegn Sindra í KR höllinni :)

Innilega til hamingju. Nánar

Drengjaflokkur með góðan útisigur

Körfubolti | 26.02.2011
Strákarnir voru grimmir
Strákarnir voru grimmir
Strákarnir í drengjaflokk voru rétt í þessu að leggja Sindra frá Hornafirði. Lokatölur 80-68. Leikruinn var spilaður í DHL-höllinni hjá KR, en þes má geta að KR er búið að liðsinna okkur frábærlega og viljum við skila bestu kvejum til þeirra Finns Jónssonar, Hrafns Kristjánssonar og Baldur Inga Jónassonar sem hafa verið okkur afar liðlegir ásamt öllum starfsmönnum hallarinnar.

Strákarnir spila síðan aftur við Sindra í fyrramálið kl. 10.00 í DHL-höllinni áður en lagt er af stað vestur. Í lið KFí vantar leikmenn og sérstaklega var sárt að hafa ekki Sævar Vignisson sem meiddist illa í leik meistarflokks gegn Fjölni þar sem hann fékk slæma byltu og uppskar vægan heilahristing og svakalegt glóðurauga. Viljum við skila bestu batakveðjum til hans úr borg óttans.

Meira um leikina á morgun frá fararstjóranum Guðna Ó. Guðnasonar.   Nánar

Leik KFÍ og Laugdæla frestað

Körfubolti | 26.02.2011
Nýr leikdagur verður auglú
Nýr leikdagur verður auglú
Leikurinn sem fara átti fram í dag í 1. deild kvenna er frestað og verður nýr leiktími auglýstur hér um leið og fréttir berast um það. Nánar

Frystir á Jakanum af sprækum Fjölnismönnum

Körfubolti | 24.02.2011
Richard Mcnutt í skoti.
Richard Mcnutt í skoti.
1 af 4
Það er alveg á hreinu að flestir strákanna í KFÍ mættu til leiks í kvöld á meðan drengirnir hans Örvars voru tilbúnir í verkefnið og krass, búmm, bang.. við töpuðum illa,  lokatölur 94-101. Það er sagt að maður eigi ekki að skrifa, eða taka ákvarðanir reiður og fréttaritari ætlar að notfæra sér þessa speki og koma með frekari fréttir á morgun. Skástir í kvöld voru Carl, Darko, Pance og Ari og Nebo. 

Fjölnisstrákarnir voru allir til sóma og Ægir Þór fór fyrir þeim í kvöld, en allir voru þeir ákveðnir að taka þetta frá því að þeir fóru í í sokkana. Nýji kanninn þeirra er nokkuð fínn og sækir vel að körfunni. Hann á eftir að koma vel inn hjá þeim.

Mjög góðir dómarar í kvöld voru þeir Jón Guðmundsson og Sigmundur Már Herbertsson. Nánar

KFÍ þakkar HG stuðninginn!

Körfubolti | 22.02.2011
Gaui og Kristján Jóakimsson kátir!
Gaui og Kristján Jóakimsson kátir!
Fyrir síðasta heimaleik greip KFÍ tækifærið og óskaði HG til hamingju með 70 ára afmæli fyrirtækisins.  HG hefur einmitt verið einn ötulasti styrktaraðili félagsins frá upphafi.  Guðjón M. Þorsteinsson afhenti mynd og afmæliskveðju frá KFÍ, sem Kristján Jóakimsson veitti móttöku fyrir hönd HG.  Takk fyrir okkur og til hamingju með afmælið HG! Nánar

Nú fer að kólna á Jakanum

Körfubolti | 21.02.2011 Fjölnismenn koma hingað á fimmtudagskvöld og heyja baráttu upp á líf sitt í IE deildinni og það sama á við um okkur í KFÍ. Það eru fjórir leikir eftir í deildinni og við getum unnið þá alla með hjálp okkar frábæra stuðningsfólks. Við ætlum að sýna allar okkar sparihliðar og skorum á alla að koma Jakann og verða vitni af því. Leikrurinn er fimmtudagskvöldið 24. febrúar og hefst kl. 19.15.

1,2,3 KFÍ

Nánar

Sigur á Hamri

Körfubolti | 18.02.2011
Carl var frábær í dag
Carl var frábær í dag
KFÍ voru rétt í þessu að leggja Hamar að velli 86-83 í æsispennandi leik. Þetta var mjög skemmtileg rimma á milli liða sem urðu að fá tvö stig, en þennan daginn var það KFÍ sem spilaði betur og unnu sanngjarna þriggja stiga sigur.

Það sem landaði þessum sigri var liðsheild, vörn og hungur í sigur og þar með höfum við unnið tvo heimaleiki í röð og menn farnir að kunna betur inn á hvern annan. Nú er bara að byggja á þessu. Í pottinum eru átta stig og þau viljum við fá.

Næsti leikur er einnig heima gegn Fjölni næsta fimmtudag 24. febrúar kl. 19.15. Nú verða allir að koma og hjálpa okkur að landa sigri.

1,2,3 KFÍ

Tölfræði leiksins er hér  Nánar