Fréttir - Körfubolti

KFÍ og Fúsíjama-TV á staðnum annað kvöld

Körfubolti | 17.02.2011
Við verðum á Jakanum
Við verðum á Jakanum
Upptökulið KFÍ-TV og Fusijama-TV verða á Jakanum annað kvöld ásamt upprennandi stjörnuþul, en þar er enginn annar en Tómas Ari Gíslason (Halldórssonar) á ferð og er með látúnsbarka sem hæfir mjög í beinar útsendingar þar sem hraður leikur er á boðstólnum. Þetta stjörnuteymi klikkar ekki frekar en fyrri daginn og eru allir sem ekki geta mætt í eigin persónu hvattir til að setjast fyrir framan tölvuna með popp og ískalt Coke og gíra sig upp fyrir góða skemmtun.

Smelltu hér til að sjá útsendingu  Nánar

KFÍ-Hamar á föstudagskvöld

Körfubolti | 15.02.2011
Craig vill alla á Jakann
Craig vill alla á Jakann
Það er sannkallaður stórslagur á föstudagskvöldið n.k. 18 febrúar og hefst leikurinn kl. 19.15. Þar koma Hamarsmenn í heimsókn og er þetta sannkallaður STÓR leikur. Bæði lið verða að vinna. Við til að halda okkur á floti í deildinni og Hamar til að koma sér úr botnbaráttu og í slag um sæti í úrslitakeppninni. Hver stig eru mikilvæg í dag og búast má við sannkölluðum hörkuleik. Við skorum á alla að mæta á Jakann og láta heyra ærlega í sér. Við þurfum á öllum að halda til að eiga möguleika þannig að láttu að þér kveða og mættu með raddböndin þanin. Nánar

9. flokkur stúlkna í B riðil

Körfubolti | 13.02.2011 9. flokkur stúlkna náði markmiði síni og vann c-riðilinn sem fram fór í Vesturbænum um helgina.  Eins og áður kom fram á síðunnu unni stúlkurnar báða leikina í gær og í dag vannst leikurinn gegn Fjölni en stórt tap gegn KR.  Það skipti hins vegar ekki máli því við töpuðum einungis einum leik um helgina en KR og Fjölnir töpuðu bæði 2 leikjum.  KFÍ vann því riðilinn og leikur í B riðli næst.

Umfjöllun um leikna og stigaskor hér í meira: Nánar

Tap gegn KR í drengjaflokki

Körfubolti | 13.02.2011
Óskar stóð sig vel
Óskar stóð sig vel
6 drengjaflokksmenn töpuðu nokkuð örugglega gegn KR fyrr í dag, enduðu leikar 92-55.  Stigaskor og umfjöllun hér í meira: Nánar

Tap gegn Stjörnunni

Körfubolti | 12.02.2011
Við munum berjast áfram !!
Við munum berjast áfram !!
Meistarflokkur kvenna tapaði í dag fyrir Stjörnunni, lokatölur 51 - 72. Fyrsti leikhluti var góður hjá okkur og leiddum við hann 13 -9. Um miðjan annan leikhluta var svo staðan 20 - 15 en þá náðu Stjörnukonur ágætis áhlaupi og leiddu eftir leikhlutann 23-31. Seinni hálfleikur hófst með sömu báráttu Stjörnukvenna og leiddu þær eftir þriðja leikhluta 34 - 47. Í lokin lönduðu Stjörnukonur sigri og halda örugglega toppsætinu í 1.deild kvenna.

Stigaskor hjá okkar liði var eftirfarandi Stefanía 20, Hafdís 12, Lindsey 8, Sirrý 5 og Sólveig Páls. 5. 

Nú verðum við að spýta í lófanna og klára mótið með baráttu, við eigum mikið inni. Við eigum eigum eftir fjóra leiki, tvo heima og tvo útileiki. Næsti leikur er úti um aðra helgi gegn Val og geta stelpunar vel stolið sigri þar með góðum leik. Næsti heimaleikur  er svo gegn Laugdælum 26.febrúar kl 12.

Áfram KFÍ Nánar

Þríhöfði á morgun gegn KR

Körfubolti | 12.02.2011
Guðni Ólafur Guðnason verður á sínum uppeldisslóðum með KFÍ
Guðni Ólafur Guðnason verður á sínum uppeldisslóðum með KFÍ
Á morgun 13. febrúar er þríhöfði gegn KR í DHL-Höllinni. Fyrstar byrja stelpurnar úr 9. flokk kl. 10.00. Síðan eru það drengjaflokkur sem mætir á parketið og hefst sá leikur kl. 14.30.

Og í lokin eigast við meistaraflokkar félaganna og hefst sá leikur kl. 19.15 og hvetjum við alla stuðningsmenn og konur að reyna að mæta á leikina og hvetja.

Leikur meistaraflokka félagsins verður sýndur beint á KR-TV fyrir þá sem ekki komast að vestan og eru þeir drengir sem lýa leiknum mjög skemmtilegir og fylgist með. Það er verðurgt verkefni fyrir neðsta lið IE deildarinnar að takast á við feykilega vel mannað lið KR, en það er enginn beigur í okkar strákum. Þetta eru bara menn sem reima á sig skóna eins og við. Þeir eru með tvær fætur og hendur. Það fer síðan eftir því hver notar þessar græjur best, hvernig fer.

Áfram KFÍ Nánar

9.flokkur stúlkna vann báða leiki sína í dag

Körfubolti | 12.02.2011
Áfram stelpur
Áfram stelpur
Stúlkurnar úr 9. flokk KFÍ unnu báða leiki sína i dag. Sá fyrri var gegn Fjölni og vannst hann 31-28 og sá síðari gegn KR og vannst hann 32-25.
Stigaskor og umfjöllun hér í meira:
Nánar

Leik frestað enn á ný

Körfubolti | 11.02.2011
Slæmt veður hefur sett strik í reikninginn varðandi samgöngur
Slæmt veður hefur sett strik í reikninginn varðandi samgöngur
Leik KFÍ-Hamars sem vera átti á fimmtudag og svo í kvöld föstudag er enn á ný frestað vegna fárviðris í Reykjavík. Nýr leiktími er föstudagsköldið 18. febrúar kl. 19.15 .


Við viljum aftur minna á að leikurinn verður sendur út í beinni á netinu.


Látið sjá ykkur á Jakanum !!!!

Nánar

Leiknum frestað til föstudagskvölds

Körfubolti | 10.02.2011
1,2,3 KFÍ á föstudagskvöld....
1,2,3 KFÍ á föstudagskvöld....
Lerik KFÍ-Hamars sem vera átti í kvöld fimmtudag er frestað vegna fárviðris í Reykjavík. Nýr leiktími er föstudagskvöld 11. febrúar kl. 19.15. Við viljum einnig minna á að leikurinn verður sendur út í beinni á netinu.

Látið sjá ykkur á Jakanum !!!!

1,2,3 KFÍ. Nánar

KFÍ-Stjarnan 1.deild.kvk

Körfubolti | 09.02.2011 Stelpurnar í KFÍ taka á móti Stjörnunni á laugardaginn 12. febrúar kl 13:00. Stelpurnar eru í mikilli framför og ætla þær að leggja allt í sölurnar til þess að ná fram sigri hér á heimavelli. Á undan leikum eða kl 11 er Vestfirski-jógadagurinn og er því tilvalið að skella sér í jóga og í framhaldi að horfa á einn góðan körfuboltaleik. Nánar