Fréttir - Körfubolti

Fjör hjá "púkunum"

Körfubolti | 29.01.2011
Húnarnir eru í Reykjavík
Húnarnir eru í Reykjavík
Það er óhætt að segja að púkarnir okkar hafi skemmt sér vel í dag. Þeir byrjuðu daginn snemma eða um 8.30 og kepptu þrjá leiki. Þetta voru minni bolta yngri púkarnir og kepptu þeir gegn KR, Ármann og Grindavík og eru framfarirnar hjá þeim mjög miklar. Þeir eru farnir að spila miklu meira sem lið og láta boltann ganga vel. Ekki eru talið stig, en samkvæmt okkar talningu höfðu þeir sigur í öllum leikjunum sem er frábært. 

Eftir þessar rimmur var haldið í Smáralind og tekið þá í 50 ára afmælishátið KKÍ sem var stórglæsileg og var ánægjumælirinn í botni hjá þeim. Síðan var það Pizza Hut og endað á bíó þar sem var mikið hlegið af Jack Black í myndinni Gullivers travels. Púkarnir okkar eru sínu félagi á Ísafjarðarbær til sóma og eru komnir í rúmið, þar sem áfram verður keppt á morgun og byrjum við 9.00.

Við söknum tveggja drengja þeirra Þorleifs Ingólfssonar og Lazars Dragoljovic, en þeir komust ekki þar sem ekki var flogið frá Reykjavík og viljum við senda þeim saknaðarkveðjur !! Við verðum saman í Nettómótinu strákar.

kv. frá hópnum
Áfram KFÍ.  Nánar

Sigur á Snæfell!

Körfubolti | 28.01.2011
Craig lék sem herforingi í kvöld
Craig lék sem herforingi í kvöld
KFÍ gerði sér lítið fyrir og lagði Bikar- og Íslandsmeistara Snæfells að velli í kvöld, 89-76, og endaði þar með 10 leikja taphrinu sína í úrvalsdeildinni. Craig Schoen fór mikinn í leiknum og var með 31 stig, 8 fráköst og 7 stoðsendingar.

Tölfræði leiksins Nánar

KFÍ-Snæfell í kvöld en drengjaflokksleik frestað

Körfubolti | 28.01.2011 Snæfellingar koma akandi og því verður leikur skv. auglýstri dagskrá kl. 19.15.  Allir að mæta og hvetja piltana okkar til sigurs.

Hins vegur hefur leik drengjaflokks gegn Njarðvík verið frestað til sunnudags.  Mun leikur fara fram kl. 14.30. 

Drengjaflokkur leikur einnig á morgun laugardag kl. 15.00 gegn Akranesi og mun sá leikur fara fram óháð flugsamgöngum þar sem Skagamenn koma akandi.

Þess bera að geta að leikurinn við Snæfell í kvöld verður ekki í beinni útsendingu að þessu sinni þar sem útsendingarhópur KFÍ TV er á leið suður þar sem þeir munu taka upp efni á Póstmóti Breiðabliks og afmælishátíð KKÍ. Hægt verður þó að fylgjast með beinni textalýsingu af honum á vef KKÍ. Nánar

Stór hópur KFÍ á leið suður í Póstmót Breiðabliks og afmæli KKÍ

Körfubolti | 26.01.2011
Við sjáumst í Smáralind
Við sjáumst í Smáralind
40 manna hópur iðkenda og foreldra minni bolta KFÍ er á leið suður til að taka þátt í afmælishátið KKÍ og taka þátt í Póstmóti Breiðabliks. Það er mikil tilhlökkun hjá krökkunum, en það er þó ekki síðri stemning hjá foreldrum krakkanna. Og verður hápunktur ferðarinnar að taka þátt í glæsilegri afmælisveislu KKÍ sem haldin er í Smáralind á laugardag.

Sjáums hress
Áfram KFÍ  Nánar

Stórleikir á föstudag.

Körfubolti | 26.01.2011
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Föstudaginn 28. janúar verða tveir stórleikir á Jakanum. Fyrst koma margfaldir meistarar Snæfells og keppa við meistaraflokk KFÍ og hefst sá leikur kl. 19.15 og strax að leik loknum spila strákarnir í drengjaflokk KFÍ gegn Njarðvík í átta liða bikarkeppni KKÍ. Það er því mikill körfuboltadagur framundan og skorum við á alla að gera sér ferð og styðja við bakið á okkar drengjum, stórum sem smáum.

1,2,3 KFÍ

Nánar

Stúlknaflokkur í keppnisferð

Körfubolti | 24.01.2011 Stúlknaflokkur KFÍ lék 4 leiki syðra um helgina.  Ferðasagan hér í meira: Nánar

Myndbrot úr leik KFÍ og ÍR á Leikbrot.is

Körfubolti | 24.01.2011 Hinn frábæri vefur Leikbrot.is var að birta í dag myndbrot frá leik ÍR og KFÍ sem fram fór á föstudaginn. Má þar sjá helstu tilþrifin úr leiknum auk viðtals við Ara Gylfason, leikmann KFÍ. Leikbrot.is vefurinn varð til um vorið 2010 og er í dag einn helsti miðlarinn á myndbrotum frá íslenskum körfuknattleik. Forsvarsmaður Leikbrots er Bolvíkingurinn Andri Þór Kristinsson. Nánar

50 ára afmæli körfuknattleiksamband Íslands í Smáralind á laugardag

Körfubolti | 24.01.2011
Við eigum afmæli
Við eigum afmæli
Sælir félagar
Núna á laugardaginn verður KKÍ 50ára og af því tilefni verður Körfuboltadagur í Vetrargarðinum í Smáralind. Eins og áður hefur komið fram er það stefna stjórnar og afmælisnefndar KKÍ að kynna körfuboltann sem víðast og reyna að höfða til allra aldurshópa á afmælisárinu ,  því er tilvalið að hefja afmælisárið með fjölskylduskemmtun sem þessari.
Dagskrá hátíðarinnar á laugardag:
Nánar

Íþróttamaður ársins 2010 hjá KFÍ/ Athlete of the year for KFÍ 2010

Körfubolti | 23.01.2011 Leiktímabilið 2009 til 2010 var eitt það stærsta og farsælasta í sögu Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar. Nokkrum leikjum fyrir lok tímabils var ljóst að KFÍ-liðar yrðu DEILDARMEISTARAR  í 1. deild karla og það með nokkrum yfirburðum. Þetta afrek liðsins lyfti KFÍ á stall meðal þeirra bestu í körfuknattleik á Íslandi, enda koma nú aftur til keppni á Ísafirði öll stærstu og sterkustu körfuknattleikslið landsins. Nánar

Auðveldasta leiðin er að gefast upp

Körfubolti | 22.01.2011
Áfram KFÍ
Áfram KFÍ
Það hafa nokkrir póstað um gengi KFÍ og er margt af því hárrétt og er tekið til greina hjá klúbbnum. En það sem er ekki á dagskrá er að gefast upp, þó að það væri auðveldast. En þetta félag er og hefur ekki verið þannig alið upp og nú verður sótt áfram með jákvæðni að leiðarljósi. Þegar á móti blæs þá klæðum við okkur í vindjakkann og sækjum hart á móti. Nánar