Fréttir - Körfubolti

Tap hjá 9. flokk

Körfubolti | 06.02.2011
Ari er að gera góða hluti með strákunum
Ari er að gera góða hluti með strákunum
Strákarnir í 9. flokk töpuðu báðum leikjum sínum, í dag gegn Stjörnunni og Sindra, en aðeins með 3 stigum í seinni leiknum. Hákon tognaði, en við vonum að hann geti spilað síðasta leikinn á morgun gegn Haukum. Það góða við leik strákana er að það er merkileg framför eftir að Ari Gylfason tók við þeim og spilið og leikskilningur mikið mun betri. Það verðu gaman að fylgjast með þessum drengjum.

Áfram KFÍ Nánar

Frábær pistill frá frábærum körfuboltamanni

Körfubolti | 05.02.2011
Snillingur. Mynd sport.is
Snillingur. Mynd sport.is
Þessi pistill hjá Hlyn Bæringssyni er frábær lesning og skorum við á alla sem hér koma inn að fylgjast með skrifum Hlyns, Hann er á nokkurs efa einn allra besti körfuboltamaður sem Ísland hefur alið. Hér er slóðin Nánar

9. flokkur á leið suður til keppni

Körfubolti | 04.02.2011
Koma svo 9. flokkur
Koma svo 9. flokkur
9. flokkur KFÍ tekur þá í fjölliðamóti að Ásvöllum í Hafnarfirði og hefja þeir leik kl. 15.00 á morgun laugardag gegn Stjörnunni frá Garðabæ. Önnur lið sem keppa með KFÍ eru Sindri frá Hornafirði og gestgjafar Hauka. Því miður urðu IBV frá Vestmannaeyjum að hætta við keppni og eru því aðeins þrjú lið að þessu sinni. En við hvetjum alla sem geta komið og hvatt drengina að gera svo !!

Áfram KFÍ  Nánar

Frestun á leik hjá Meistarflokki kvenna

Körfubolti | 04.02.2011
Engin leikur
Engin leikur

Leikur sem vera átti á laugardaginn gegn Laugdælum hefur verið frestað. Nýr leiktími væntanlegur og mun birtast á atburðadagatalinu þegar hann kemur í hús.

Nánar

Tap í Garðabæ

Körfubolti | 03.02.2011
Craig í baráttunni við Stjörnumenn / Mynd: Ingvi Stígsson
Craig í baráttunni við Stjörnumenn / Mynd: Ingvi Stígsson
Einbeitingaleysi í vörninni varð okkur að falli gegn Stjörnunni í kvöld, lokatölur 83-75 (39-33). Við sýndum ágætis rispur en það er ekki nóg. Stjarnan náði mest 19 stiga forskoti gegn okkur og það er ekki gott. Nú er að duga eða drepast gegn Hamri hér heima 10 febrúar, en það má segja að það sé síðasta tækifæri okkar að halda okkur í deildinni.

En ef að því takmarki á að ná þurfa menn að vinna meira saman í vörn og sókn. Við fáum frekari fréttir á morgun. Skástir í kvöld voru Darco, Craig og Rich. Aðrir voru í skógarferð og eru vinsamlegast beðnir að skila sér fyrir næsta leik.

Tölfræði leiksins Nánar

Nokkrar myndir frá Póstmótinu

Körfubolti | 02.02.2011
Afmælisdrengirnir Hugi og Hilmir hér ásamt Guðna (minkurinn) Róbertsson
Afmælisdrengirnir Hugi og Hilmir hér ásamt Guðna (minkurinn) Róbertsson
1 af 7
Hér erru nokkrar myndir frá Póstmótinu og þökkum við Starra Frey Jónssyni og köppunum í Breiðablik fyrir sendinguna. Klikkið á myndina og flettið

Og hér er viðbót sem Guðmundur Einarsson tók og þökkum við fyrir það :) SJÁ HÉR Nánar

Stjarnan-KFÍ á fimmtudagskvöld

Körfubolti | 01.02.2011
1,2,3, KFÍ
1,2,3, KFÍ
Meistaraflokkur KFÍ fara suður á fimmtudag n.k. og spila gegn Stjörnunni frá Garðabæ. Leikurinn er í Ásgarði og hefst kl. 19.15. Við erum að berjast við fall og Stjarnan vill tryggja sér sæti í úrslitakeppninni, og hvorugt lið má við að gefa frá sér stigin tvö. Það verður því hart barist og skorum við á Vestfirðinga á höfuðborgarsvæðinu að fjölmenna og styðja okkar stráka.

Áfram KFÍ Nánar

Frábær skemmtun á 50 ára afmæli KKÍ

Körfubolti | 31.01.2011
Karfa góð
Karfa góð
Það er óhætt að segja að krakkarnir okkar hafi skemmt sé vel í Smáralindinni á laugardaginn þegar KKÍ hélt veglega afmælisveislu í tilefni af 50 ára afmæli sambandsins. Þarna var allt í gangi, afmæliskaka í metravís og drykkir frá Vífilfell. Landsliðsmenn og konur, erlendir leikmenn og fleiri hundruð manns og allir mættir til að taka þátt í leikjum og gleðjast saman. Við hjá KFÍ þökkum kærlega fyrir okkur og var virkilega gaman að sjá hvað mörg félög tóku þátt í þessum frábæra gjörning.

Hérna eru myndir sem hinn einstaki Jón Björn frá karfan.is is tók

Áfram karfa.  Nánar

Frábær helgi að baki hjá minniboltanum

Körfubolti | 30.01.2011
"púkarnir" okkar. Mynd Jakob Einar Úlfarsson
Þjálfari minnibolta KFÍ er virkilega stoltur af strákunum sínum. 15 púkar fóru suður og spiluðu þeir níu leiki, og unnu fleiri leiki en við töpuðum. Strákarnir eru greinilega í mikilli framför. Kvikmyndatökumaður KFÍ, Jakob Einar Úlfarsson, var með í för og tók upp öll herlegheitin og verður unnið að því á næstu dögum að klippa saman skemmtilegt myndband sem verður sett á síðuna. Við viljum þakka krökkunum og foreldrum fyrir frábæra helgi, og verður þetta endurtekið á Nettómótinu í mars. Nánari ferðasaga kemur á næstu dögum.

Hérna eru nokkrar MYNDIR frá mótinu.Tomasz Kolodziejski tók og kunnum við honum þakkir fyrir :) Fleiri myndir koma svo inn í vikunni með ferðasögunni sem Helgi Sigmundsson og Jakob Einar Úlfarsson tóku.

Áfram KFÍ Nánar

Myndbrot úr leik KFÍ og Snæfells

Körfubolti | 30.01.2011 Kapparnir á Fúsíjama TV hafa klippt saman myndbrot úr sigurleik KFÍ á Íslands- og bikarmeisturum Snæfells sem fram fór á föstudaginn. Eins og flestir vita endaði KFÍ 11 leikja taphrinu sína í úrvalsdeildinni með öruggum 89-76 sigri á Snæfellingum. Klippuna má sjá hér. Nánar