Fréttir

Áríðandi tilkynning vegna ferðar á Íslandsmót yngri flokka

Blak | 14.04.2010

Ísfirski hluti krakkahópsins fer með morgunvél á föstudag. Mikilvægt er að allir séu mættir á réttum tíma. Tveir stórir bílar hafa verið teknir á leigu. Dagskrá dagsins hljóðar upp á sund í Laugardalslaug, skautaferð í skautahöllinni í Laugardal og að lokum bíó, líklega í Kringlubíói.  Allir þurfa að taka með sundföt - en það var ekki tekið fram á miðanum sem krakkarnir fengu með heim.

Deila