Saga Vestra

Fulltrúar frá félögunum fjórum handsala sameininguna. Frá vinstri Ingi Björn Guðnason KFÍ, Sigurður Hreinsson Skelli, Gísli Jón Hjaltason BÍ88 og Páll Janus Þórðarson Sundfélaginu Vestra.
Fulltrúar frá félögunum fjórum handsala sameininguna. Frá vinstri Ingi Björn Guðnason KFÍ, Sigurður Hreinsson Skelli, Gísli Jón Hjaltason BÍ88 og Páll Janus Þórðarson Sundfélaginu Vestra.

Íþróttafélagið Vestri var stofnað laugardaginn 16. janúar 2016 en þá sameinuðust félögin Körfuknattleiksfélag Ísafjarðar, Blakfélagið Skellur, Sundfélagið Vestri og BÍ88 í eitt félag með deildarskiptu starfi.

Fyrsta stjórn hins nýja félags skipa: Hjalti Karlsson formaður, Gísli Jón Hjaltason, Sigurður Hreinsson, Sólrún Geirsdóttir, Guðfinna Hreiðarsdóttir, Pétur Markan og Guðni Guðnason. Í varastjórn eru Anna Lind Ragnarsdóttir og Jón Páll Hreinsson.