Saga körfuknattleiksdeildarinnar

Stofnmeðlimir KFÍ.
Stofnmeðlimir KFÍ.

Sagan

Körfuknattleiksdeild Vestra var stofnuð árið 1965 undir merkjum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar.

Mánudaginn 26. apríl 1965 var haldinn undirbúningsfundur um stofnun KFÍ að Mánakaffi. Á fundinum var ákveðið að stofnfundurinn sjálfur yrði haldinn sunnudaginn 2 maí í kaupfélagssalnum. Einnig var ákveðið að reyna að fá þjálfara frá Reykjavík í mánaðartíma í sumar með þeim kjörum að hann fengi sjö þúsund krónur í laun auk atvinnu og frís uppihalds. Ákveðið var að biðja Karl Aspelund að útvega þjálfara og aðstoða við að fá inngöngu í ÍBÍ. Fundinn sátu Eiríkur Ragnarsson, Lúðvík Jóelsson, Hermann Níelsson, Þröstur Guðjónsson, Baldur Jóelsson, Ingvar Einarsson, Geir Guðmundsson, Árni Sigtryggson, Guðmundur Hagalín, Björn Birgisson, Pétur Guðmundsson, Guðjón Höskuldsson og Egill Þórólfsson. 

Stofnfundur KFÍ var haldinn 2 maí 1965. Formaður félagsins var kjörinn Eiríkur Ragnarsson og Lúðvík Jóelsson til vara, aðrir sem kosnir voru í stjórn voru, Geir Guðmundsson, Hermann Níelsson og Þröstur Jóhannesson. Ákveðið var á fundinum að semja lög félagsins og einnig var ákveðið að æfingargjald hjá mfl. ka yrði kr. 30 krónur á mánuði. Kosin var nefnd sem falið var að sjá til þess að öl yrði til á hverri æfingu. Á þessum fyrstu árum KFÍ var starfið blómlegt, mikið var um leiki og kvikmyndasýningar voru oft mjög vinsælar þar sem sýndir voru leikir frá NBA. 

Eins og gefur að skilja var erfitt að fá lið hingað vestur enda samgöngur ekki eins og eru í dag, en þó var leikið við Patreksfirðinga og þar voru ýmsar leiðir farnar eins og siglt með varðskipi í leiki sem að þætti ekki boðlegt í dag. Ekki leið á löngu að heimavöllur liðsins færðist suður vegna þess að salur Ísfirðinga var ekki löglegur að stærð. Heimavellir KFÍ hafa verið á mörgum stöðum, t.d. í íþróttahúsi Kársnesskóla í Kópavogi. Þetta var oft á tíðum hálf spauglegt og kostnaðarsamt en einhvernvegin gekk þetta alltaf upp.

Síðan KFÍ fékk fastan heimavöll í Ísjakanum á Torfnesi árið 1993 hefur liðið átt ágætu gengi að fagna. Meistaraflokkur karla sigraði 2. deildina árið 1994, og hefur fjórvegis sigrað 1. deildina, árin 1996, 2003, 2010 og 2012. KFÍ komst einnig í bikarúrslitin árið 1998 en beið þar lægri hlut gegn Grindavík fyrir framan fulla Laugardalshöll. Kvennalið KFÍ lék í efstu deild árin 1999 til 2002.

Árið 2016 sameinaðist KFÍ inn í Íþróttafélagið Vestra og hóf 2016-2017 tímabilið undir merkjum þess.

Vorið 2021 vann meistaraflokkur karla sér sæti í efstu deild og lék þar veturinn 2021-2022.

Titlar

Meistaraflokkur karla

 • 1. deild - 1996, 2003, 2010, 2012
 • 2. deild - 1975, 1980, 1994

Unglingaflokkur kvenna

 • Íslandsmeistari - 1967

Drengjaflokkur

 • Scania Cup meistari - 2019

9. flokkur drengja

 • Bikarmeistari 2017

 

Landsliðsfólk

A landslið karla

 • Friðrik Erlendur Stefánsson

A landslið kvenna

 • Sigríður Guðjónsdóttir - 4 leikir (2000)
 • Tinna B. Sigmundsdóttir - 3 leikir (2001)

U-21 landslið karla

 • Birgir Björn Pétursson - 8 leikir (2006)
 • Friðrik Erlendur Stefánsson - 4 leikir (1995)

U-20 landslið kvenna

 • Hafdís Gunnarsdóttir - 4 leikir (1999)

Unglinga- og drengjalandslið

 • Hilmir Hallgrímsson - 4 leikir (2017)
 • Hugi Hallgrímsson - 4 leikir (2017)
 • Sigurður Gunnar Þorsteinsson - 40 leikir (2004-2006)
 • Þórir Guðmundsson - 27 leikir (2004-2006)

U-18 landslið karla

 • Hilmir Hallgrímsson (2019)
 • Hugi Hallgrímsson (2019)

U-18 landslið kvenna

 • Eva Margrét Kristjánsdóttir  - 10 leikir (2014-2015)
 • Fjóla Eiríksdóttir  - 4 leikir (2001)
 • Sara Pálmadóttir - 12 leikir (2001-2003)

U-16 landslið karla

 • Friðrik Heiðar Vignisson (2019)

U-16 landslið kvenna

 • Eva Margrét Kristjánsdóttir - 12 leikir (2011-2013)
 • Margrét Albertsdóttir - 13 leikir (2005)
 • Helena Haraldsdóttir (2019)

U-15 landslið karla

 • Friðrik Heiðar Vignisson (2018)

U-15 landslið kvenna

 • Helena Haraldsdóttir (2018)
 • Gréta Proppé Hjaltadóttir (2019)