Fréttir - Blak

Aðalfundur blakdeildar Vestra 2021

Blak | 22.04.2021

Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2020, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf:

  1. Fundarsetning.
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Formaður blakdeildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
  4. Gjaldkeri blakdeildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
  5. Reglugerðabreytingar.
  6. Kosningar:
  7. a) Kosinn formaður deildar til eins árs.
  8. b) Kosið í meistaraflokksráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs.
  9. c) Kosið í yngriflokkaráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs.
  10. Önnur mál.

Félagar og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna.

Nánar

Kjörísbikarinn 2021

Blak | 10.03.2021
Final 4
Final 4
1 af 2

Eftir skrítnasta keppnistímabil sögunnar, er blakið komið á fulla ferð aftur með áhorfendum og fullt af fjöri.  Eins og aðrar íþróttir á Íslandi, var algert keppnisbann í nóvember og desember en opnað var aftur fyrir kappleiki um miðjann janúar, en þá án áhorfenda.  Og núna er að bresta á einn af hápunktum tímabilsins (hvers árs), þegar fram fer úrslitakeppni Kjörísbikasins, sem mun fara fram í íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi. 

Karlalið Vestra í blaki er eitt af þeim liðum sem spila í undanúrslitum Kjörísbikarsins.  Laugardaginn 13 mars nk. kl 13.00 munu strákarnir okkar mæta Hamri úr Hveragerði, sem eru í dag efstir í Mizunodeildinni og hafa unnið alla sína leiki.  Vestri er hinsvegar um miðja deild og hafa unnið 3 leiki af 7, það sem af er tímabilinu.

Okkar mönnum veitir því ekki af að fá stuðning áhorfenda og þætti okkur vænt um ef ættingjar, vinir eða aðrir Vestra-menn  og konur mættu og létu vita af sér með hrópum og köllum.

Miðasala er hafin á leikina í forsölu og er þar jafnframt hægt að styðja við bakið á Vestra, með því að kaupa miða sem eru merktir því félagi.  Miðasalan fer fram á slóðinni https://bli.felog.is/verslun, en einnig á hlekkurinn hér fyrir neðan að virka.

Kjörsíbikarinn – miðasala

Einungis 140 miðar eru til sölu og kostar miðinn 1000.- kr. á undanúrslitaleikina en barnmiði kostar 100.- kr.

Allir áhorfendur telja í áhorfendatölu og engin undatekning er með börn fædd 2005 og síðar.

Miðahafar verða að skila inn nafni, kt. og símanúmeri ásamt réttu netfangi. Rafrænn aðgangsmiðinn birtist í tölvupósti og hann þarf að sýna í miðasölunni. Hægt er að greiða með debet og kredit korti.

Frekari upplýsingar um miðasöluna og sóttvarnir á viðburðinum má finna á síðu BLI, á slóðinni; https://bli.is/kjorsibikarinn-midasala-er-hafin/

 

Nánar

Öflug byrjun hjá Vestra

Blak | 05.10.2020
Felix Arturo Vazques Aguilar
Felix Arturo Vazques Aguilar
1 af 2

Karlalið Vestra í Mizuno-deildinni í blaki spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu síðastliðinn laugardag, þegar þeir fengu Íslandsmeistara síðasta tímabils í heimsókn, Þrótt frá Nekaupstað.

Fyrirfram var búist við að gestirnir tækju með sér stigin austur, en okkar piltar voru hreint ekki til í það og sýndu sínar bestu hliðar. 

Jafnræði var með liðunum fram eftir fyrstu hrinu, og var td staðan 14-14 og 15-15.  En eftir það tóku Vestrastrákar frumkvæðið og sigu hægt en bítandi frammúr og kláruðu hrinuna 25-22.

Önnur hrina byrjaði með svipuðum hætti, en fljótlega tóku Þróttarar frumkvæðið og voru yfir í stöðunni 12-9.  Þá tóku Vestrastrákar heldur betur við sér og tóku 7 stig á móti 1 hjá Þrótti og snéru stöðunni í 16-13 fyrir Vestra.  Mestur varð munurinn í stöðunni 23-17 og kláruðu Vestrastrákar hrinuna nokkuð örugglega 25-20.

Í þriðju hrinu mættu Þróttarar ákveðnir til leiks og skoruðu snemma í hrinunni 9 stig í röð og staðan skyndilega orðin 10-3 fyrir Þrótti.  Og þeir bættu heldur í og náðu 9ju stiga forystu, 21-12, 23-24 og 24-15, en þá spýttu Vestrastrákar í lófana og löguðu aðeins stöðuna með fjórum stigum í röð.  Þriðju hrinu lauk því 25-19.

Fjórða hrina byrjaði svo nokkuð jöfn þar sem liðin skiptust á að skora.  Í stöðunni 6-5 náðu Þróttarar góðri viðspyrnu og skoruðu 4 stig í röð og náðu í framhaldi af því að komast í 12-8.  Þá kom rosalegur kafli hjá Vestrastrákum þegar þeir skoruðu 8 stig í röð og snéru taflinu heldur betur við í 17-13.  Og áfram héldu okkar strákar og náðu mesta mun í stöðunni 24-17.  Hrinan kláraðist svo 25-21 fyrir Vestra og 3 stig staðreynd í fyrsta leik tímabilsins.

Nýji leikmaðurinn okkar, kantsmassarinn Felix, var hreint út sagt frábær, skoraði 11 stig í fyrstu hrinu og 10 í síðustu hrinunni, samtals 32 stig í leiknum.  Antonio miðjumaður stóð sig einnig mjög vel með 8 stig úr smössum og 5 hávarnir.  Næstu menn þar á eftir í stigaskori fyrir Vestra voru kantsmassarinn Álvaro og díóinn Hafsteinn með 9 stig hvor. 

Stigahæstir Þróttara voru kantsmassararnir Miguel og Þórarinn með 10 og 9 stig hvor.

Í leiknum fengu einnig tveir ungir Vestrastrákar að stíga sín fyrstu skref á stóra sviðinu, en þeir Sverrir Bjarki Svavarsson og Hákon Ari Heimisson fengu að koma inná í restina á hrinum 2 og 4.  Sannarlega efnilegir strákar þar á ferð.

Næstu leikir Vestra verða um næstu helgi ef landlæknir lofar, á móti Álftanesi á föstudagskvöld kl 20:30 og svo á móti Fylki kl 14:00 á sunnudag.

Nánar

Úrvalsdeildarlið Vestra

Blak | 03.10.2020
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
Fyrsti leikurinn er á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes
1 af 10
Í dag, 3 október, tekur karlalið Vestra í blaki á móti Íslandsmeisturum Þróttar Nes, í Torfnesi kl 15.00.
Gaman væri að sem flestir sægju sér fært að mæta og hvetja okkar menn, en einnig er hægt að horfa á alla leiki Mizunodeildar í beinu streymi á síðu Blaksambandsins:  https://bli-web.dataproject.com/CompetitionHome.aspx?ID=67
 
Nokkrar breytingar hafa orðið á liði Vestra frá síðasta vetri, en helstu leikmenn liðsins á komandi tímabili eru eftirfarandi:
Juan bættist í leikmannahóp liðsins síðasta haust og er hann mættur aftur og er nú aðalþjálfari liðsins. Juan er afar fjölhæfur og getur spilað margar stöður en er hans aðal staða uppspilari.
Hafsteinn okkar er einn af okkar heimamönnum. Hefur hann spilað magar stöður en endaði sterkt tímabil í fyrra sem díó. Hafsteinn er uppalinn í félaginu og hefur verið valinn mörg síðustu ár í unglingalandsliðin í blaki.  Hann verður fyrirliði liðsins þetta tímabil
Antonio okkar var einnig hér síðasta tímabil og verður hann með okkur áfram í vetur. Hann er reynslumikill eftir mörg ári í spænsku deildunum í blaki og er okkar klettur á miðjunni.
Alvaro er mættur aftur á jakann og er til í slaginn. Hann kom til liðs við Vestra síðasta haust og spilaði kannt á síðasta tímabil og stóð sig með príði.  Alvaro er einnig reynslubolti úr spænsku deildunum.  
Felix er nýr leikmaður hjá okkur. Fæddur í Venusúela en hefur átt heima á Spáni mörg síðustu ár, þar sem hann spilaði í efstu deildum í blaki. Hann er mættur hingað sem kanntur og erum við spennt yfir komu hans
Sigurður Bjarni er einnig einn af okkar heimamönnum. Hann er uppalinn í félaginu og hefur verið valinn mörg síðustu ár í unglingalandsliðin í blaki. Aðal staða Sigurðar er miðja.
Karol Duda er einn af okkar vaxandi heimamönnum. Hann er uppalinn hjá félaginu en lék sitt fyrsta tímabil í fyrra með meistaraflokki og hungrar í meira. Karol hefur spilað miðju og hefur staðið sig með fanta vel
Karol Maliszewski er mættur aftur með látum. Hann spilað í Pólsku deildunum á sínum tíma og hefur átt nokkur öflug tímabil með Vestra. Við erum stolt að kalla hann heimamann og biðum við spennt eftir að sjá hann spila sína uppáhaldsstöðu á vellinum sem liberó.
Jóhannes fæddur og uppalinn í Þýskalandi. Hann flutti til Ísafjarðar í fyrra en hefur búið á landinu um nokkra tíð. Jóhannes er sterkur kanntur og erum við spennt að sjá hvað hann getur boðið upp á.
Það er von okkar að heimafólk á norðanverðum Vestfjörðum styðji okkar stráka með ráð og dáð í vetur :)
Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 01.07.2020

Þann 28 maí sl var haldinn aðalfundur blakdeildar Vestra.

Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti, skýrsla formanns, farið yfir reikninga félagsins og kosningar.

Harpa formaður fór yfir helstu atriði ársins 2019, en starfsemin var að mestu með hefðbundnum hætti en stóra breytingin í rekstrinum var að meistaraflokkur karla tók í fyrsta skipti þátt í efstu deild, Mizuno. 

Guðjón Torfi, gjaldkeri yngriflokka, fór yfir ársreikninga félagsins fyrir 2019.  Reksturinn var í þyngri kanntinum og allnokkur halli var á rekstri deildarinnar.

Gengið var til kosninga og voru margir stjórnarmenn sem ekki gáfu áfram kost á sér til stjórnarsetu.

Harpa Grímsdóttir sem verið hafði formaður frá 2016 gaf ekki kost á sér áfram og var Sigurður Hreinsson kjörinn formaður í hennar stað.

Yngriflokkaráð er því núna þannig skipað: Signý Þöll Kristinsdóttir, Guðjón Torfi Sigurðsson og Tara Óðinsdóttir meðstjórnandi. Þá er Sigríður Sigurðardóttir varamaður.

Meistaraflokksráð náðist ekki að fullmanna, en skipa þurfti alla nýja í það.  Í því voru kjörin Sólveig Pálsdóttir og Hafsteinn Már Sigurðsson.

Vegna þessa, þarf að halda auka-Aðalfund til að klára að manna meistaraflokksráðið.

Auka-Aðalfundurinn verður haldinn laugardaginn 11. júlí kl 14:00 við strandblakvöllinn í Tungudal.  Vonandi verður veður hagstætt þannig að hægt verði að nýta ferðina til að prófa sandinn dálítið.

Hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna !

 

Nánar

Aðalfundur blakdeildar 2020

Blak | 26.05.2020

Aðalfundur Blakdeildar Vestra verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 28. maí kl. 19:30. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Einnig verður í boði að taka þátt í fjarfundi.

Nánar

Deildarmeistarar í blaki

Blak | 13.03.2019
Deildarmeistarar í 1. deild 2019
Deildarmeistarar í 1. deild 2019

Karlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar 2019.

Nánar

Aðalfundi Blakdeildar Vestra frestað til 18. apríl.

Blak | 05.04.2018

Áður auglýstum aðalfundi Blakdeildar Vestra hefur verið frestað um viku og verður hann haldinn þann 18. apríl kl. 18:00 í Torfnesi. 

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 28.03.2018

Aðalfundur blakdeildar Vestra verður haldinn í íþróttahúsinu Torfnesi miðvikudaginn 11. apríl kl. 18:00

Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt lögum félagsins. Félagsmenn og foreldrar yngri iðkenda eru hvattir til að mæta.

Nánar

3-0 sigur á Fylki - Vestri í 3. sæti

Blak | 26.03.2018

Vestri sigraði Fylki 3-0 í 1. deild karla á laugardaginn. Leikurinn var nokkuð kaflaskiptur með mjög góðum tilþrifum inn á milli.

Með þessum sigri er lið Vestra komið upp í þriðja sæti fyrstu deildar, en Vestramenn eiga tvo heimaleiki eftir. Annar þeirra er á móti Stjörnunni B sem er í neðsta sæti deildarinnar, en hinn er á móti Aftureldingu B sem er í efsta sæti deildarinnar. Vestramenn eiga fræðilegan möguleika á að ná fyrsta sætinu með sigri í báðum leikjum, en Afturelding B þarf ekki nema eitt stig úr tveimur leikjum til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. 

Nánar