Fréttir - Blak

Aðalfundi blakdeildar frestað

Blak | 16.03.2024

Vegna mjög vondrar veðurspár hefur stjórn blakdeildar Vestra ákveðið að fresta áður auglýstum aðalfundi um eina viku.

Ný dagsetning er því mánudaginn 25 mars, kl 17.00 í Vallarhúsinu.

Dagskráin er sú sama og auglýst var á dögunum.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra 2024

Blak | 11.03.2024

Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2023, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll mánudaginn 18. mars og hefst hann kl. 17:00.

Samkvæmt lögum deildarinnar er dagskrá eftirfarandi á hefðbundnum aðalfundi:

Fundarsetning.

Kosning fundarstjóra og fundarritara.

Formaður blakdeildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.

Gert verður grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar og þeir bornir upp til samþykktar.

Reglugerðabreytingar.  Reikna má með að lögð verði fram tillaga um breytingar á reglugerð, sem snýr að fjölda stjóranrmanna.

Kosningar: a) Kosinn formaður deildar til eins árs. b) Kosið í meistaraflokksráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs. c) Kosið í yngriflokkaráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs.

Önnur mál.

Félagar og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna.

Nánar

Meistaraflokkur kvenna

Blak | 09.11.2023
Auglýsing frá 2019
Auglýsing frá 2019
1 af 2

Meðfylgjandi auglýsing poppaði upp í minningum hjá formanni í dag þann 9 nóvember og minnti þannig á að fyrir fjórum árum var blakdeild Vestra í toppbaráttunni í 1. deild kvenna í blaki, auk þess að vera með annað kvennalið í 5 deild og karlalið á fyrsta ári í úrvaldseild.

Tímabilið 2019-20 endaði lið Vestra í 2 sæti í 1. deild kvenna í blaki og var þannig búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppni deildarinnar, en því miður var einhver heimsfaraldur sem kom í veg fyrir að úrslitakeppnin var spiluð.

Meistaraflokkur kvenna í blaki hefur tekið þátt í Íslandsmótinu frá árinu 2007, óslitið og er um þessar mundir eini meistaraflokkur kvenna sem er starfandi í boltaíþróttum á norðanverðum Vestfjörðum.  Eins og rakið var í síðustu frétt, þá hafa komið út úr þessu starfi okkar hér fyrir vestan, fimm landsliðskonur í blaki, þar af 3 sem hafa spilað með A-landsliðinu.  Að öðrum ólöstuðum, verður að nefna einstakann árangur Sóldísar Leifsdóttur Blöndal, sem árið 2021 spilaði með U17, U19 og A landsliðunum.  Það ár vann Íslenska U17 kvennaliðið gullverðlaun á Norður-Evrópu mótinu og Sóldís var valin verðmætasti leikmaður mótsins.

Um komandi helgi verður spilað kvennablak af miklum móð, hér á Ísafirði, en þá fer hér fram fyrsta mótið af þremur, í 4. deild Íslandsmótsins og í heildina verða spilaðir 36 leikir frá föstudagkvöldi fram á miðjann dag á sunnudeginum.  Vestri teflir fram einu liði á þessu móti og hvetjum við fólk til að koma og kíkja á nokkra leiki hjá stelpunum okkar.

Meðfylgjandi er leikjaplan fyrir helgina.

ÁFRAM VESTRI !!

Nánar

Landsliðið og Vestri

Blak | 29.10.2023
U19 landsliðspiltar Vestra.  Stanislaw, Pétur Örn, Benedikt, Hákon Ari og Sverrir Bjarki.  Mynd fengin af vef MÍ.
U19 landsliðspiltar Vestra. Stanislaw, Pétur Örn, Benedikt, Hákon Ari og Sverrir Bjarki. Mynd fengin af vef MÍ.

Blakdeild Vestra, eða Blakfélagið Skellur eins og það hét á þeim tíma, hóf yngriflokkastarf í blaki haustið 2007 en í mörg ár þar á undan hafði félagið haldið úti æfingum í meistaraflokki kvenna.  Sama haust 2007, hófust æfingar í meistaraflokki karla.

Á þessum 16 árum sem liðin eru frá því að yngriflokkastarf hófst í blaki hér fyrir vestan, hefur að meðaltali orðið til meira en einn nýr landsliðsmaður á hverju ári, því ef formanni skjátlast ekki í talningunni, þá fór sautjándi einstaklingurinn frá okkur í sína fyrstu landsliðsferð núna síðustu dagana í október.  Þó er rétt að nefna það að fyrsta landsliðsferð úr okkar röðum var farin árið 2014 og vegna Covid voru ekki farnar neinar landsliðsferðir í blaki árin 2019 og 2020.  Meðaltalið er því eiginlega nær því að vera tveir á ári.

Nú um nýliðna helgi tók U19 landslið Íslands í blaki þátt í svokölluðu Nevza móti, sem er norður Evrópumót, og fór mótið fram í Finnlandi.  Fyrir okkur í Vestra er þessi ferð U19 liðsins ákveðinn áfangi, því í ferðinni voru 5 leikmenn frá Vestra.  En það eru þeir; Sverrir Bjarki Svavarsson, Benedikt Stefánsson, Pétur Örn Sigurðsson, Hákon Ari Heimisson og svo nýjasti landsliðsmaðurinn Stanislaw Anikej, sem var í sinni fyrstu ferð.  Fyrr í haust fór U17 landsliði í samskonar ferð og þá var Vestramaðurinn Kacper Tyszkiewicz með í för.

Kacper, Pétur, Benedikt og Hákon voru allir í sínu öðru landsliðsverkefni en Sverrir Bjarki var hinsvegar í sínu fimmta landsliðsverkefni, en áður hefur hann farið með í U17 og U18 verkefni árið 2021, U17 verkefni árið 2022 og svo fór hann í sitt fyrsta A-landsliðsverkefni í júní í sumar þegar Íslenska karlalandsliðið vann til bronsverðlauna á Evrópumóti smáþjóða.

En heldarlisti yfir landsliðsmenn okkar í blaki, í tímaröð, er eftirfarandi (með fyrirvara um villur):

Kjartan Óli Kristinsson

Birkir Eydal

Auður Líf Benediktsdóttir

Hafsteinn Már Sigurðsson

Birta Rós Þrastardóttir 

Gísli Steinn Njálsson

Katla Vigdís Vernharðsdóttir

Sóldís Björt Blöndal

Sverrir Bjarki Svavarsson

Kári Eydal

Sigurður Bjarni Kristinsson

Hákon Ari Heimisson

Svanfríður Guðný Þorleifsdóttir

Benedikt Stefánsson

Pétur Örn Sigurðsson

Kacper Tyszkiewicz

Stanislaw Anikej

Finna má frekari fréttir um nýjustu landsliðsferðirnar inni á Blakfréttir, 

https://blakfrettir.is/lokahopur-u19-sem-heldur-til-finnlands/

Nánar

Uppgjör BLÍ: Sverrir efnilegastur, Juan besti þjálfarinn og Franco í úrvalsliðinu

Blak | 13.06.2023
Úrvalslið tímabilsins
Úrvalslið tímabilsins
1 af 2

Nú á dögunum stóð Blaksamband Íslands fyrir hinu árvissa uppgjöri nýliðins keppnistímabils, þar sem viðurkenningar voru veittar til þeirra sem þóttu skara framúr í úrvalsdeildum karla og kvenna í vetur.

Karlalið Vestra fékk þrjár viðurkenningar við þetta tilefni. Þar ber fyrst að nefna að Sverrir Bjarki Svavarsson var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar, en Sverrir var fastamaður í liði Vestra í vetur þrátt fyrir að vera aðeins 16 ára gamall. Það segir kannski sína sögu um yngriflokka starfið hjá Vestra að þetta er þriðja árið í röð sem liðið á efnilegasta leikmann úrvalsdeildar.

Juan Manuel Escalona þjálfari Vestra var valinn besti þjálfari deildarinnar og er þetta í annað sinn sem honum hlotnast sá heiður á þeim þremur árum sem hann hefur starfað fyrir félagið. Þá var Franco Nicolás Molina valinn í úrvalslið deildarinnar, en hann var jafnframt sá leikmaður sem skoraði flest stig úr uppgjöfum í vetur.

Karlalið Vestra átti mjög gott keppnistímabil í blakinu þennan veturinn, en liðið komst í undanúrslit Íslandsmótsins og alla leið í úrslitaleikinn í Kjörísbikarnum.

Nánar

Lokamót blaktímabilsins 22-23

Blak | 31.05.2023
U16 kk lið Vestra
U16 kk lið Vestra
1 af 3

Helgina 19 til 21 maí var haldið síðasta mót tímabilsins í blaki, þegar Vestri hélt yngriflokkamót fyrir U14 og U16 stráka og U16 stúlkur.

Þetta var með stærstu blakmótum sem haldin hafa verið hér vestra, en alls tóku 22 lið þátt í mótinu og spilaðir voru 58 leikir frá því um kl sex á föstudegi fram til kl þrjú á sunnudegi.  Flest liðin voru i U16 KVK, en þar tóku 13 lið þátt og spilað var í fjórum riðlum.  Í U16 KK spiluðu 5 lið og í U14 KK spiluðu 4 lið, en Vestri átti lið í þessum tveimur síðastnefndu flokkunum.

Oddur Sigurðarson hjá Vettvangi Íþrótta, hélt utan um leikjaskipulagið ásamt útreikning stiga og viljum við þakka honum fyrir gott samstarf.

Mikið var um hörku leiki og hörð abrátta um verðlaunasætin, en úrslit mótsins eru eftirfarandi.

U14 strákar,

  1. sæti HK  (Íslandsmeistarar)
  2. sæti Völsungur
  3. sæti Þróttur Nes / KA

 U16 stúlkur

  1. sæti Þróttur Nes (Íslandsmeistarar)
  2. sæti KA-A
  3. sæti HK-A

 U16 strákar

  1. sæti KA/Völsungur (Íslandsmeistarar)
  2. sæti Þróttur Nes
  3. sæti HK 

Mótið var hið skemmtilegasta í alla staði og framtíðin sannarlega björt í blakinu miðað við það sem sást á þessu móti.

Takk fyrir komuna :)

Ljósm. Berglind Ósk Aðalsteinsdóttir

 

 
Nánar

Úrvalsdeild karla í blaki: Vestri féll úr leik í undanúrslitum

Blak | 21.04.2023
Úrvalsdeildarlið Vestra ásamt starfsfólki Kerecis, dyggir stuðningsmenn liðsins :)
Úrvalsdeildarlið Vestra ásamt starfsfólki Kerecis, dyggir stuðningsmenn liðsins :)

Úrvalsdeildarlið Vestra er fallið úr leik í úrslitakeppni Íslandsmótsins í blaki eftir tap í tveggja leikja undanúrslitaeinvígi gegn ríkjandi Íslands- og bikarmeisturum Hamars frá Hveragerði.

Nánar

Vestri í undanúrslit Íslandsmótsins

Blak | 16.04.2023
Vestri ásamt heimaliðinu Þrótti Fjarðabyggð, í Laugardalshöllinni
Vestri ásamt heimaliðinu Þrótti Fjarðabyggð, í Laugardalshöllinni

Úrslitakeppni úrvalsdeildar karla í blaki stendur nú sem hæst og er lið Vestra þar í eldlínunni.

Nánar

Aðalfundur blakdeildar Vestra 2023

Blak | 07.04.2023

Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2022, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll mánudaginn 17. apríl og hefst hann kl. 20:00.

Nánar

Vestri C deildarmeistari þriðju deildar

Blak | 21.03.2023
Strákarnir í Vestra C fagna deildarmeistaratitlinum ásamt þjálfara sínum, Juan Escalona, og liðsstjóranum Sigurði Jóni Hreinssyni
Strákarnir í Vestra C fagna deildarmeistaratitlinum ásamt þjálfara sínum, Juan Escalona, og liðsstjóranum Sigurði Jóni Hreinssyni

Vestri C - ungmennalið blakdeildar Vestra - gerði góða ferð austur á Neskaupstað um nýliðna helgi, en þá fór fram loka keppnishelgi þriðju deildar karla í blaki.

Nánar