Fréttir

Byrjendatímar í blaki

Blak | 23.02.2011 Blakfélagið Skellur hefur ákveðið að fara í átak til að ná inn fleiri fullorðnum iðkendum í blakið. Boðið er upp á sérstaka byrjendatíma í blaki á miðvikudögum klukkan 20 í íþróttahúsinu við Austurveg. Blak er holl og skemmtileg íþrótt sem allir geta lært. Heilmikil hreyfing og góður félagsskapur. Æfingagjald er aðeins kr. 1000 á mánuði fyrir byrjendatímana. Þjálfari er Jamie Landry. Deila