Fréttir

Dómaranámskeið í blaki

Blak | 12.09.2009

Dómaranámskeið í blaki á vegum Blaksambands Íslands í samvinnu við Blakfélagið Skell verður haldið miðvikudagskvöldið 16.september  n.k.

Námskeiðið hefst kl.18:10 í Skólagötu 10 en síðan lýkur því með verklegri æfingu og prófi til héraðsdómara í Íþróttahúsinu á Torfnesi síðar um kvöldið.

Kennari á námskeiðinu er Sævar Guðmundsson landsdómari og framkvæmdastjóri BLÍ.

Hægt er að skrá sig á námskeiðið og fá frekari upplýsingar með því að senda tölvupóst til Ásdísar á netfangið asdisbirna@simnet.is eða hafa samband í síma 862 6561

Deila