Fréttir

Félagsfundur 29 desember kl 20.00

Blak | 24.12.2014

Í framhaldi af þátttöku Blakfélagsins Skells í viðræðum íþróttafélaga á svæðinu um möguleika á sameiningu félaga, er hér með boðað til félagsfundar mánudagskvöldið 29 desember kl 20.00.  Fundurinn er boðaður í samræmi við grein 7 í lögum félagsins og verður haldinn á veitingarstaðnum Bræðraborg.

Félagar, jafnt iðkendur sem og foreldrar blakkrakka eru hvattir til að mæta og taka þátt í umræðum um mögulega sameiningu íþróttafélaga, kosti þess og galla.

Fyrir hönd stjórnar óska ég ykkur jafnframt gleðilegra jóla.
Sigurður Hreinsson

Deila