Fréttir

Ferð karlaliðs Skells á hraðmót Stjörnunnar í Garðabæ

Blak | 03.11.2009

Laugardaginn 24. október keppti karlalið Skells á Stjörnumótinu í Garðabæ. Keppt var í einni karladeild þar sem voru fimm lið og því voru spilaðir fjórir leikir. Okkar karlar hafa einungis æft blak í 1-2 ár en mörg hinna liðanna voru skipuð reynsluboltum og því var á brattann að sækja. Mjög skemmtilegur leikur náðist gegn Stjörnunni sem var að mestu skipuð ungum leikmönnum úr 2. flokki. Góðir sprettir náðust í leikjunum gegn Þrótti Reykjavík og Fylki. Eina liðið sem Skellur átti að eiga virkilega góða möguleika gegn var lið Verkís, en sá leikur tapaðist naumlega.  Karlaliðinu hefur farið mjög mikið fram á stuttum tíma og í raun ótrúlegt hvað það getur staðið uppi í hárinu á liðum sem eru skipuð leikmönnum með jafnvel áratuga reynslu.

Deila