Blaklið Vestra spila fjóra heimaleiki við HK um helgina. Á laugardaginn fara fram leikirnir Vestri-HK B í 1. deild karla og kvenna kl. 13:30 og 15:30. Á sunnudagsmorgni spilar 2. flokkur Vestra við HK. Við hvetjum alla til að mæta og horfa á skemmtilega leiki. Stefnt er að því að spila á nýja gólfinu í Torfnesi, en æfing í kvöld, föstudag, sker úr um hvort óhætt þyki að spila á því.
Deila