Fréttir

Hurðaskellur 2010

Blak | 02.12.2010

Hurðaskellur - jólamót Skells í blaki verður haldið laugardaginn 4. desember. Frá kl. 9:30-12:30 verður keppt í krakkablaki, en keppni hjá fullorðnum hefst kl.11:30. Mótið verður að vanda á léttu nótunum og með jólalegu ívafi.


Í yngri flokkunum keppa 15 lið frá Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði. 
Mótsgjald er kr. 1000 á barn, og er boðið upp á smá nasl eftir mótið einnig fá allir krakkarnir sem taka þátt glaðning í mótslok :)

Þegar krakkarnir eru ekki að keppa þurfa þeir að vera með umsjón með öðrum leikjum, rita leikskýrslur og sjá um stigatöflur.

Upplýsingar um leikjaplan og liðin er að finna hér til hliðar undir tenglinum Hurðaskellur 2010 


Krakkarnir eru hvattir til að mæta í jólalegum búningum .


 

Í fullorðins flokki keppa 5 lið með leikmönnum frá Ísafirði, Suðureyri, Þingeyri og Kópavogi. Mótsgjald er kr. 1000 og er boðið upp á hressingu milli leikja.

 

Liðin eiga að vera mætt stundvíslega til leiks, leikir geta byrjað fyrir settan tíma ef leikurinn á undan klárast fyrr. Leikur hefst eigi síðar en á settum tíma hvort sem allir leikmenn eru mættir eða ekki.  Leikmenn þurfa að vera búnir að hita upp.

Dómarar hafa verið settir á leikina og einnig munu þeir liðsmenn sem eru ekki að keppa þurfa að sjá um stigatöflur og rita leikskýrslur.

 

Upplýsingar um leikjaplan og liðin er að finna hér til hliðar undir tenglinum Hurðaskellur 2010 

 

Minnum liðin á að búningarnir eru stóra málið á þessu móti, því jólalegri því betra

Boðið verður upp á hressingu milli leikja

 

Deila