Fréttir

Íslandsmótið í blaki, 3.deild kvenna

Blak | 25.02.2010

Kvennalið Skells mun spila í 2. umferð þriðju deildar Íslandsmótsins um helgina. Mótið verður haldið á Hvolsvelli og nú er bara að vona að veðrið verði skaplegt. Skellur er í fjórða sæti af sex liðum í riðlinum eftir fyrstu umferðina eins og sést hér að neðan.

 

Riðill A   Sæti   Stig  
Álftanes     1      10
Hamar        2       8
Stjarnan B  3       6
Skellur        4       4
Fylkir C      5       2
Dímon         6       0  

Markmiðið er klárlega að hækka sig um sæti í riðlinum.  Efstu tvö liðin komast í úrslit 3. deildar og það gæti orðið erfitt að ná því þótt ekki sé það útilokað.

 

Þriðju deildar mótin eru mjög skemmtileg - leikirnir allir spennandi og mikið fjör. Níu konur verða í Skellsliðinu, á aldrinum 23 til 52 ára - kynslóðabilið brúað!

Deila