Fréttir

Kæru blaköldungar

Blak | 10.01.2007

                              

Velkomin á  33.Öldungamót BLÍ á Ísafirði og nágrenni 1.- 3.maí 2008.

Spilað verður á 6 völlum, þ.e. þremur á Ísafirði og einum velli á hverjum stað í Bolungarvík, Flateyri og á Suðureyri.

Undirbúningur er kominn á fullt skrið og hafa allar nefndir hafið störf.

 Mótið er opið öllum sem uppfylla 2. grein í fyrsta kafla reglugerðar um Öldungamót BLÍ:

Þátttaka í Öldungamóti BLÍ er heimil öllum félögum og hópum, sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  1. Vera á keppnisárinu 30 ára eða eldri í öldungadeildum, 40 ára eða eldri í öðlingadeildum og 50 ára og eldri í ljúflingadeildum. Heimilt er að færa aldurstakmark í ljúflingadeildum niður í 45 ár fyrir 2 leikmenn í liði.
  2. Hver leikmaður leiki aðeins í einni deild.
  3. Félagaskipti þarf ekki að tilkynna

 

Skráning á mótið verður á blak.is og er öldungurinn með netfangið oldungur@blak.is

Hlökkum til að taka á móti ykkur í fyrsta sinn á Vestfjörðum.

 

 Fyrir hönd blaköldunga á Ísafirði og nágrenni

Ásdís Birna Pálsdóttir öldungur

 

 

 

Deila