Fréttir

Karla og kvennalið Skells á leið á Kjörísmót Hamars um helgina

Blak | 26.03.2010

Á morgun laugardaginn 27.mars keppa karla og kvennalið Skells á Kjörísmóti Hamars sem haldið er Iðu á Selfossi.

25 lið keppa á mótinu og er spilað í 3 kvennadeildum og 2 karladeildum, 5 lið í hverri deild.

Liðin keppa bæði í 2.deild.

Þetta er fyrsta mótið á tímabilinu hjá karlaliðinu en þeir taka ekki þátt í deildakeppni BLÍ. í vetur.

Frekari upplýsingar um mótið og úrslit leikja má skoða á http://www.blak.is/

Deila