Fréttir

Krakkablak - Slútt á Þingeyri

Blak | 21.05.2010

Krakkablakinu verður slúttað á Þingeyri næstkomandi mánudag þann 24. maí sem er annar í Hvítasunnu. Við stefnum á að fara í strandblak, grilla og skella okkur síðan í sund. Frá Ísafirði förum við á einkabílum og hittumst fyrir utan íþróttahúsið á Torfnesi klukkan 10:30. Þorgerður verður í sambandi við krakkana á Suðureyri.  Þetta verður góð skemmtun fyrir alla fjölskylduna, en það verður örugglega pláss í bílum fyrir börn þótt foreldrar komist ekki. Ekki þarf að borga neitt fyrir slúttið, en þeir sem ekki hafa greitt æfingagjöld eru beðnir um að gera það.

 

Fullorðnir blakarar eru líka hvattir til að mæta. Það væri hægt að taka fullorðins-leiki þegar krakkarnir eru búnir.

Deila