Fréttir

Kvennahlaupið á laugardaginn 4. maí

Blak | 31.05.2011

Blakfélagið Skellur skipuleggur kvennahlaupið á Ísafirði í ár eins og síðustu ár. Hlaupið fer fram laugardaginn 4. júní kl. 13:00. Þessi tímasetning gefur ísfirskum konum færi á að fara í siglingu áður. Hlaupið verður frá íþróttahúsinu á Torfnesi og vegalengdir í boði eru 3, 5 og 7 km. Forskráning fer fram í Sjóvá, versluninni Jón og Gunnu og í búðinni á Hlíf. Einnig verður hægt að skrá sig á staðnum. Skráningargjald er það sama og í fyrra eða kr. 1250 og bolirnir í ár eru fallega bláir. Eftir hlaupið er boðið upp á kristal. Frítt verður í sund fyrir allar konur eftir hlaupið í öllum þeim sundlaugum Ísafjarðarbæjar sem opnar eru þennan dag.

 

Allar konur eru hvattar til að taka þátt í hlaupinu og tekið er fram að ekki þarf að hlaupa, heldur má líka ganga.

Deila