Fréttir

Öldungamótið að bresta á

Blak | 10.05.2010

Tvö lið frá Skelli fara að þessu sinni á öldungamótið í Mosfellsbæ, eitt kvennalið og eitt karlalið. Þetta er stærsta mótið hingað til með um 120 liðum. Liðin okkar gista í einbýlishúsi í Mosfellsbæ, konurnar á efri hæðinni og karlarnir á þeirri neðri. Í húsinu er borðtennisborð, píluspjald og ljósabekkur! þ.a. ef einhver tími gefst utan við blakið verður nóg við að vera.

 

Karlaliðið varð í öðru sæti í 5. deild í fyrra og vann sig upp í 4. deild. Hjá körlunum eru samtals sex deildir. Kvennaliðið sigraði 6. deild í fyrra og spilar því í 5. deild í ár, en hjá konunum eru samtals tíu deildir á þessu móti. Markmiðið hjá báðum liðum verður að halda sér í deildinni og allt fyrir ofan það yrði ánægjuleg viðbót.

 

Öldungamótið markar lok hefðbundna blaktímabilsins hjá Skelli, en vestfirskir blakarar verða örugglega duglegir í strandblakinu í sumar.

Deila