Fréttir

Sigur í 5. deild kvenna á öldungamóti

Blak | 03.05.2012 Öldungamótið í ár bar nafnið Trölli 2012 og var haldið á Siglufirði, Ólafsfirði og Dalvík. Skellur sendi tvö lið: Eitt karlalið og eitt kvennalið.

Kvennalið Skells náði takmarki sínu og sigraði 5. deildina og spilar því í 4. deild að ári. Taka ber fram að kvennadeildirnar voru 13 talsins á þessu móti. Skellsliðið var sterkt og vel samæft og spilaði af fullum krafti allan tímann. Skellur vann 5 leiki en tapaði naumlega á móti sterku liði heimakvenna í Rimum (Dalvík) í oddahrinu kl. 23 á sunnudagskvöldinu - þrátt fyrir að vera dyggilega studdar af fjörugu karlaliði Skells. Það kom þó ekki að sök og efsta sætið í deildinni staðreynd.

Gengi karlaliðsins var sveiflukenndara en þeir áttu mjög góða kafla inn á milli. Þeir unnu 3 leiki en töpuðu 3. Þrátt fyrir það rétt náðu þeir að hanga uppi í deildinni á nánast minnsta mögulega mun sem sýnir hvað þessar deildir eru oft jafnar. Það fara tvö lið upp úr deildinni og tvö lið niður. Skellur voru með jafnmörg stig og Þróttur Nes 2 sem féllu og sama hrinuhlutfall, stigahlutfallið var nánast það sama en þegar það er skoðað með þriðja aukastaf hefur Skellur betur. Ef þeir hefðu skorað 2 færri stigum samtals í einhverjum hrinum hefðu þeir fallið - en það var að sjálfsögðu aldrei hætta á því!

Mótið var vel skipulagt og frábært að spila og dvelja á þessum stöðum. Liðin fengu tvö hús á Sigló til að gista í og voru þau hlið við hlið. Þetta var fjölmennasta öldungamótið til þessa og stemmningin ólýsanleg. Næsta mót verður haldið í Kópavogi og eru HK gestgjafarnir. Deila